- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leikur áfram í úrvalsdeild

Steinunn Hansdóttir leikur ekki með Skanderborg Håndbold á næstu leiktíð. Mynd/FB-síða Skanderborg Håndbold
- Auglýsing -

Handknattleikskonan Steinunn Hansdóttir hefur gengið á ný til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Skanderborg Håndbold en hún þekkir vel til félagsins eftir að hafa leikið þar fyrr á ferlinum. Steinunn var í vetur með Vendsyssel en kaus að róa á önnur mið þegar liðið féll úr úrvalsdeildinni á dögunum.


Steinunn er vinstri hornamaður og á að baki 36 A-landsleiki sem hún hefur skorað í 50 mörk. Steinunn lék síðast með íslenska landsliðinu í forkeppni heimsmeistaramótsins í byrjun desember 2018.

Auk Vendsyssel og Skanderborg hefur Steinunn m.a. leikið með Horsens, SønderjyskE og Gudme í Danmörku og var einnig í herbúðum Selfoss síðari hluta keppnistímabilsins 2015/2016. Hún hefur búið meirihluta ævi sinnar í Danmörku og er 26 ára gömul.

Steinunn skoraði 52 mörk í 26 leikjum með Vendsyssel í úrvalsdeildinni í vetur og var með 66,7% skotnýtingu.


Skanderborg Håndbold hafnaði í næst neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Liðið sótt í sig veðrið í umspili liðanna í neðri hlutanum þar sem keppt var um að forðast þátttöku í umspilsleikjum við lið úr B-deildinni um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -