- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leikur ekki fleiri leiki með Haukum á næstunni

Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði 12 mörk í dag. Mynd/Haukar
- Auglýsing -

Afturelding hefur fengið næst markahæsta leikmann Grill 66-deildar karla, Guðmundur Bragi Ástþórsson að láni frá Haukum. Frá þessu er greint á félagsskiptavef Handknattleikssambands Íslands. Félagsskiptin tóku gildi um mánaðarmótin en Guðmundur Bragi lék sinn síðasta leik í bili með ungmennaliði Hauka í gær þegar liðið lagði ungmennalið Fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum, 26:22.

Að öllu óbreyttu verður Guðmundur Bragi í herbúðum Aftureldingar til loka júní en Haukar geta kallað hann til baka fyrir þann tíma telji þeir þörf vera á.

Guðmundur Bragi skoraði 12 mörk í leiknum og hefur þar með skorað 65 mörk í sex leikjum ungmennaliðs Hauka á keppnistímabilinu.

Nokkuð er um meiðsli í herbúðum Aftureldingar um þessar mundir. Bergvin Gíslason, Sveinn Andri Sveinsson og Birkir Benediktsson er frá um lengri og skemmri tíma svo einhverra sér getið.

Guðmundur Bragi verður væntanlega gjaldgengur með Aftureldingarliðinu þegar það fær Hauka í heimsókn að Varmá á miðvikudaginn í Olísdeild karla.

Erla Rós til ÍBV

Fleiri félagsskipti hafa komið inn á elleftu stundu en lokað var fyrir þau innanlands um mánaðarmótin. Tryggvi Geir Ingvarsson skipt úr HK til Þórs á Akureyri og markvörðurinn Erla Rós Sigmarsdóttir hefur kvatt Fram og gengið til liðs við uppeldisfélag sitt, ÍBV.

Þá hefur Gísli Jörgen Gíslason verið lánaður frá FH til Þórs á Akureyri til loka maí mánaðar.

Handbolti.is fór yfir önnur helstu félagsskipti í þessari frétt á föstudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -