- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leikurinn á morgun verður alvöru test

Einar Rafn Eiðsson og félagar í KA leika til úrslita á Ragnarsmótinu. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Ég er mjög ánægður með strákana,“ sagði Jónatan Þór Magnússon þjálfari KA eftir eins marks sigur á HC Fivers í hnífjöfnum háspennuleik, 30:29, Vínarborg í kvöld í fyrri viðureign liðanna í annarri umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik.


„Leikurinn þróaðist á þann veg að hann varð að mikilli áskorun á okkur vegna þess að það gekk ekki allt upp framan af, við lentum talsvert undir. Menn lærðu hinsvegar af reynslunni frá leiknum við Selfoss í deildinni í síðustu viku. Nú tókst okkur að leika mun agaðri og leik og vinna upp forskotið.“

Risu upp á afturfæturna

„Ég er einnig mjög ánægður með karakterinn í liðinu sem tókst að snúa við taflinu eftir að hafa verið þremur undir í hálfleik. Eins kom annar kafli í síðari hálfleik þar sem við voru nærri því búnir að missa austurríska liðið langt frá okkur en menn risu upp á afturlappirnar,“ sagði Jónatan Þór og vísar þá væntanlega til þess að KA var þremur mörkum undir, 19:16, snemma í síðari hálfleik en skoraði þá fjögur mörk í röð og komst yfir.


„Eitt og annað mátti betur fara hjá okkur í leiknum sem okkur tekst vonandi að bæta úr í seinni leiknum á morgun ásamt því að halda áfram því sem vel var gert,“ sagði Jónatan Þór sem leggst nú undir feld og býr sig undir hörkuleik klukkan 16.15 á morgun.

Ragnar Snær Njálsson og Haraldur Heimir Bollason voru glaðir í KA-heimilinu á dögunum. Þeir voru einnig ánægðir eftir sigurinn í Sporthall Hollgasse í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


„Við verðum að halda okkur við það sem lagt er upp með, halda í okkar gildi. Ég er mjög stoltur af liðinu, ungir jafnt sem eldri leikmenn, lögðu sig fram. Leikurinn á morgun verður alvöru karakterstest fyrir okkur. Ég vona að menn standist það próf,“ sagði Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, eftir sigurinn í Vínarborg í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -