Vináttuleikur Færeyinga og Íslendinga í handknattleik kvenna hefst klukkan 19 í kvöld og verður hann sendur út á RÚV 2. Leikið verður í þjóðarhöll Færeyinga, Við Tjarnir, sem tekin var í notkun snemma á þessu ári.
Um er að ræða síðasta vináttuleik liða beggja þjóða áður en þau halda til Þýskalands og taka þátt í heimsmeistaramótinu sem hefst á miðvikudag.
Íslenska liðið verður í C-riðli með Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ.
Færeyska landsliðið verður aftur á móti í D-riðli með landsliðum Svartfjallalands, Spánar og Paragvæ. Leikið verður í Tríer í Þýskalandi.
Færeyska liðið mætir Svartfellingum á miðvikudag en íslenska liðið leikur opnunarleik mótsins við Þýskaland í Stuttgart.
Skammt er síðan landslið Íslands og Færeyja mættust í undankeppni EM 2026 í Lambhagahöllinni. Færeyingar höfðu betur, 24:22.
„Þetta er fyrst og fremst varúðarráðstöfun“


