- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leikurinn tapaðist á smáatriðum – FH-ingar voru heppnir

Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, ræðir við sína menn. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Ég er ótrúlega svekktur. Mér fannst leikurinn tapast á smáatriðum,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA við handbolta.is í kvöld eftir tveggja marka tap liðsins fyrir FH, 30:28, í fyrstu viðureigninni í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik. KA-liðinu tókst að velgja FH-ingum undir uggum en meira vantaði til þess að leggja deildarmeistarana á þeirra heimavelli, í Kaplakrika.


„Skot og sóknir sem við áttum að gera betur og nokkrar varnir sem voru nærri því að loka og missum inn. Mér fannst vera ákveðin vendipunktur í leiknum nokkrum mínútum fyrir leiksloka þegar við vorum í sókn, sjö á sex. Leikurinn var í járnum. Þá fannst mér Dagur Árni eiga að fá vítakast en ekkert var dæmt. Þetta gerðist á miklvægum tíma í leiknum,“ sagði Halldór Stefán.

„Herslumunur, smáatriði var það sem skildi að þegar upp var staðið auk þess sem Aron var frábær í lokin,“ bætti Halldór Stefán við sagðist vera stoltur af sínum mönnum sem brotnuðu aldrei þótt á móti blési á köflum. „Mér finnst FH-ingar vera heppnir að sleppa með tveggja marka sigur.“

Vegna gleymsku sem hrjáir umsjónarmann handbolta.is var ekki mögulegt að taka upp myndskeiðsviðtal eftir leikinn í Kaplakrika í kvöld. Huggun harmi gegn er í staðinn boðið upp á hljóðritað viðtal við Halldór Stefán. Viðtalið er að finna hér fyrir neðan.

Sjá einnig:
Umspil Olís kvenna: leikjadagskrá og úrslit
Umspil Olís karla: leikjadagskrá og úrslit
Olís kvenna: Úrslitakeppni, leikjadagskrá
Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni
Verðum að spila betri leik á sunnudaginn

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -