Lið Fram og Vals hafa frá upphafi verið afar áberandi í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum. Framarar leika í dag í 12. sinn í úrslitum og Valur er með lið í úrslitum í 16. sinn frá því að keppninni var fyrst hleypt af stokkunum 1974. Valur og Fram mættust einmitt í fyrsta úrslitaleiknum veturinn 1974 þar sem Hlíðarendaliðið vann örugglega, 24:16.
Fjórtán ár liðu þar til liðin mættust næst og þá í einum sögulegasta úrslitaleik í sögu bikarkeppninnar, 1998. Valsmenn virtust með tapað spil en tókst eftir ótrúlega atburðarás að jafna metin, 20:20, á allra síðustu sekúndum með afar umdeildu mark og vinna í framlengingu, 23:21. Brot úr lokakaflanum er í myndskeiðinu hér fyrir neðan.
Eins sjá má á myndskeiðinu er talsvert af persónum þessa umtalaða úrslitaleiks enn í eldlínu handboltans.
Þriðji úrslitaleikur liðanna var tíu árum síðar, 2008, og enn á ný vann Valur, 30:26, eftir hefðbundinn leikíma.
Fjórði úrslitaleikur bikarkeppinnar í karlaflokki á milli Vals og Fram fer fram í dag í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og hefst klukkan 16.
Valur hefur tíu sinnum orðið bikarmeistari í karlaflokki, Fram einu sinni, fyrir 21 ári. Valur vann bikarinn síðasta 2017 en tapaði síðast úrslitaleik Coca Cola-bikarsins fyrir tveimur árum í leik við FH.