- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leotar lagði ekki stein í götu Ísaks og félaga í Trebinje

Ísak Steinsson markvörður norska úrvalsdeildarliðsins Drammen. Ljósmynd/Roy Martin Johnsen/DHK
- Auglýsing -


Ísak Steinsson og liðsfélagar í norska úrvalsdeildarliðinu Drammen eru komnir í 16-liða úrslit Evrópbikarkeppninnar í handknattleik karla. Þeir unnu RK Leotar Trebinje í Bosníu í kvöld, 32:21, í síðari viðureign liðanna í 32-liða úrslitum. Drammen vann einnig fyrri viðureignina sem fór líka fram í Trebinje á föstudaginn, 33:30. Samanlagt vann Drammen viðureignirnar 65:51 og verður eina liðið frá Noregi í 16-liða úrslitum.


Ísak kom ekki mikið við sögu í leiknum í kvöld. Hann varði eitt skot, 16%. Félagi hans í markinu, Oscar Syvertsen, átti stórleik, varði 15 skot, 52%.

Hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg skoraði þrjú mörk fyrir Drammen að þessu sinni. Tíu leikmenn norska liðsins skoruðu a.m.k. eitt mark. Hinn gamalkunni norski handknattleiksmaður Kristian Kjelling er þjálfari Drammen.

Fara út á miðvikudag

Haukar leika báða leiki sína í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar um næstu helgi gegn Kur í Mingachevir í Aserbaísjan. Þeir leggja af stað á miðvikudaginn, daginn eftir viðureign sína gegn Aftureldingu í Olísdeildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -