- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leynivopn úr smiðju Guðmundar kom Aftureldingu á sigurbraut

Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar fagnar með Gunnari Kristni Malmquist Þórssyni þegar sigurinn í bikarkeppninni var í höfn. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

Það var alveg á mörkunum að Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar gæti gefið sér tíma til þess að ræða við handbolta.is í eina mínútu eftir sigur Aftureldingar á Haukum í úrslitaleik Poweradebikarsins í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld.


„Það skipti miklu máli að við vorum ennþá á lífi í hálfleik, vera aðeins tveimur undir. Snúningsatriðið verður sennilega þegar við fórum að leika sjö á móti fimm þegar við vorum manni fleiri. Þá tókst okkur að losa um stíflu hjá okkur og ná ákveðnu „rönni“ sem við náðum í framhaldinu sem sneri dæminu við. Ég held strax eftir leikinn að það hafi hjálpað okkur mikið að geta notað þetta vopn, sjö á fimm, sem höfum æft oft í vetur en ekkert nýtt. Þetta er vopn sem ég fékk hjá Gumma Gumm [Guðmundur Þórður Guðmundsson]. Hann hefur leikið þetta talsvert hjá félagsliði sínu í Danmörku í vetur. Við höfum beðið eftir tækifæri til þess að geta nýtt þetta vopn. Það gaf okkur byr undir báða vængina.

Eftir að staðan var orðin jöfn var spurningin um rétta tímapunktinn til þess að nýta byrinn og allan stuðninginn sem var með okkur. Sá tímapunktur kom,“ sagði Gunnar sem þakkað sínum sæla fyrir að hafa ekki verið nema tveimur mörkum undir í hálfleik.

„Ég er stoltur af strákunum að ná að vinna eftir að hafa lent í miklum mótbyr í leiknum. Þeim tókst að halda haus og vinna titilinn. Það skiptir öllu þegar upp er staðið,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar í stuttu samtali við handbolta.is í Laugardalshöll.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -