- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lið geta ekki gefið Val forskot

Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Stjarnan
- Auglýsing -

„Við gáfum Valsliðinu alltof mikið af ódýrum mörkum, ekki síst í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var bara ekki nógu góður þótt sóknarleikurinn hafi verið fínn ef undan eru skildar fyrstu 15 mínúturnar eða þar um bil,“ sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar við handbolta.is í dag eftir tap liðsins fyrir Val í uppgjöri um annað sæti Olísdeildar kvenna í Orgiohöllinni, 30:28.


„Framan af leiknum lékum við illa og Valur náði fimm og jafnvel sex marka forskoti. Það geta lið ekki leyft sér gegn Val. Eftir þetta vorum við að berjast við að vinna upp forskotið sem var tvö mörk þegar upp var staðið. Það var dýrt,“ sagði Hrannar sem var vonsvikinn með varnarleikinn sem hann segir að hafi oft verið öflugur hjá Stjörnuliðinu á keppnistímabilinu.

Þriðja sætið gefur ekkert

Annað sætið gekk Stjörnunni endanlega úr greipum með tapinu í dag. Valur situr í öðru sæti fimm stigum á undan Stjörnuliðinu þegar hvort lið á tvo leiki eftir. „Stefnan var að vinna leikinn og fá smá fjör í kapphlaupið um annað sætið á endasprettinum. Því miður tókst okkur ekki ætlunarverkið. Leikmenn lögðu sig fram og reyndu en við verðum að sætta okkur við orðinn hlut.


Við höfum unnið okkur inn 27 stig og eigum tvo leiki eftir. Markmiðið var að gera betur en í fyrra þegar við enduðum með 21 stig. Vissulega erum við að bæta okkur en þriðja sætið gefur ekki neitt þrátt fyrir fleiri stig en á síðasta tímabili,“ sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í samtali við handbolta.is í dag.

Staðan í Olísdeild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -