Sænsku úrvalsdeildarliðið IK Sävehof og HF Karlskrona, sem íslenskir handknattleiksmenn leika með, tryggðu sér í kvöld sæti í 16-liða úrslit bikarkeppninnar í karlaflokki. Bæði lið eiga vís annað af tveimur efstu sætunum í sínum riðlum á fyrsta stigi keppninnar.
Sannfærandi hjá Birgi Steini
Birgir Steinn Jónsson skoraði fjórum sinnum í öruggum sigri IK Sävehof á gamalgrónu Íslendingaliði, Guif, 35:28, í Partille. IK Sävehof hafði þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 19:16. Liðið vann sér inn fjögur stig í þremur leikjum í sjötta riðli. Sennilegt er að Tyresö fylgi IK Sävehof eftir úr riðlinum á næsta stig keppninnar
Skoraði þrisvar í Linköping
Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson skoraði þrjú mörk í stórsigri á HF Karlskrona á IF Linköping á útivelli, 41:23. HF Karlskrona situr í öðru sæti fjórða riðils. Amo HK hefur einnig fjögur stig en hefur lokið tveimur leikjum. Drott og Linköping sitja eftir hvernig sem síðustu tveir leikir liðanna enda.
Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki í leikmannahópi HF Karlskrona að þessu sinni.