- Auglýsing -
- Auglýsing -

Liðið á mikið inni

Halldór Harri Kristjánsson hefur verið vikið úr starfi hjá HK. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

„Varnarleikurinn er mjög góður hjá okkur. Að honum einbeitum við okkur núna og síðan er það næsta verk að bæta sóknarleikinn,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK, við handbolta.is í kvöld eftir að lið hans tapaði 23:17 fyrir Val í lokaleik 2. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik en leikið var í Kórnum í Kópavogi. HK er án stiga eftir tvo fyrstu leikina og hefur aðeins skorað 32 mörk í þeim.


„Við vorum að leika gegn sterku liði Vals að þessu sinni og sé tekið mið af leiknum við Hauka í fyrstu umferð þá var frammistaðan í dag mun betri og ber vott um framfarir. Við verðum að ná jafnbetri leikjum. Ákveðnin verður að vera meiri í sóknarleiknum sem er góður á köflum en verður mjög flatur lengst af. Liðið á mikið inni og því miður náðist það ekki fram að þessu sinni,“ sagði Harri ennfremur sem hefur nú þrjá vikur fram að næsta leik til þess að vinna í því með leikmönnum sínum að bæta það sem betur má fara í leik þeirra.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -