- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lífsnauðsynlegur sigur

Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV og leikmenn liðsins gátu fagnað í leikslok. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Sigurinn var lífsnauðsynlegur fyrir okkur í ljósi þeirrar stöðu sem við vorum í,“ sagði Sigurður Bragason þjálfari kvennaliðs ÍBV ákveðinn er handbolti.is hitti hann stuttlega að máli á Ásvöllum í dag eftir öruggan sigur ÍBV á Haukum, 31:24, í lokaleik 6. umferðar Olísdeildar kvenna.


„Eftir tap fyrir HK og Stjörnunni þá varð þessu leikur að vinnast til þess að við værum nærri liðunum um miðja deild. Sigurinn var hinsvegar léttari en ég reiknaði með. Ég átti von á meiri mótstöðu,“ sagði Sigurður en lið hans var með yfirburðastöðu lengst af viðureignarinnar á Ásvöllum og var mest með tíu marka forystu undir lok leiksins og var sjö mörkum yfir í hálfleik, 17:10.


„Vörnin okkar var frábær í þessum leik og hún á að vera það. Við höfum enga afsökun þótt Birna Berg sé ekki með okkur,“ sagði Sigurður sem var vitanlega ánægður með vörn ÍBV-liðsins í dag og frammistöðu Mörthu Wawrzykowska markvarðar sem varði svo að segja annað hvert skot sem barst á mark hennar.


„Þetta er gott veganesti inn í næstu leiki gegn Val og Fram. Það hefði verið slæmt að fara inn í þá leiki með aðeins einn vinning,“ sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, í samtali við handbolta.is eftir sigurinn á Ásvöllum í dag.

ÍBV sækir Val heim í Origohöllina á miðvikudagskvöld.


Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -