Dregið var í aðra og síðari umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í morgun í Vínarborg. Tuttugu og fjögur lið voru dregin saman til 12 viðureigna sem verða 27. september og 4. október.
Sigurliðin taka sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar ásamt 12 öðrum liðum sem sitja yfir í undankeppninni. Meðal liða sem sitja yfir eru Íslandsmeistarar Vals.
Íslenskir handknattleiksmenn eru tengdir fimm liðanna (feitletruð) sem taka þátt í annarri umferð Evrópudeildarinnar. Þeirra er getið neðst í þessari grein.
Eftirtalin lið drógust saman í aðra umferð undankeppni Evrópudeildarinnar:
Chambéry Savoie – Fejer B.A.L-Veszprém.
Montpellier – IK Sävehof.
KS Azoty-Pulawy – RK Nexe.
Göppingen – Lemgo.
Alpla Hard – HC Butel Skopje.
IFK Kristianstad – Skanderborg-Aarhus.
CSA Steaua Búkarest – Ferencváros (FTC).
Belenenses – Aguas Santas Milaneza.
Bidasoa Irun – Kolstad Handball.
BM. Benidorm – GC Amicitia Zürich.
Sporting Lissabon – Bjerringbro/Silkeborg.
MMTS Kwidzyn S.A. – Flensburg-Handewitt.
Liðin sem eru talin upp fyrst eiga heimaleik 27. september, fyrri leikdaginn.
Íslenskir handknattleiksmenn með ofangreindum liðum:
Flensburg-Handewitt: Teitur Örn Einarsson.
IK Sävehof: Tryggvi Þórisson.
Alpla HC Hard: Hannes Jón Jónsson, þjálfari.
Kolstad Handball: Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson.
GC Amicitia Zürich: Ólafur Andrés Guðmundsson.
Dregið verður í riðla Evrópudeildarinnar fimmtudaginn 6. október. Leikir fyrstu umferðar verða háðir 25. október.