- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Líkur á að Roland verði aðstoðarþjálfari ÍBV

Roland Eradze t.h. ræðir við leikmann HC Motor. Mynd/Motor
- Auglýsing -

Verulegar líkur eru á að Roland Eradze fyrrverandi aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor Zaporozhye komi inn í þjálfarateymi ÍBV, Íslandsmeistara karla í handknattleik. Ellert Scheving framkvæmdastjóri ÍBV staðfestir í samtali við Vísir að viðræður standi yfir og að góður gangur sé í þeim. Vonir standi jafnvel til að viðræðum ljúki með samningi á næstu dögum.

Eins og stundum áður þá sagði Arnar Daði fyrstur manna frá á Twitter.

Þrautreyndur þjálfari

Roland er þrautreyndur þjálfari og leikmaður en m.a. lék hann með íslenska landsliðinu um árabil á fyrsta áratug aldarinnar. Roland var aðstoðarþjálfari og markvarðaþjálfari HC Motor frá 2020 þangað til í vor að hann og aðalþjálfarinn Gintaras Savukynas létu gott heita. Einnig hefur Roland verið í þjálfarateymi nokkurra liða hér á landi auk þess að vera markvarðaþjálfari karlalandsliðsins frá 2016 til 2018.

Roland þekkir aðeins til í Vestmannaeyjum. Hann lék með ÍBV frá 2004 til 2005.

Kemur ekki

Ellert segir að jafnframt við Vísir að Carlos Martin Santos þjálfari Harðar á Ísafirði komi ekki til starfa hjá ÍBV. Talsvert uppistand varð í síðustu viku þegar fregnaðist að ÍBV hafði rætt við Santos eftir að Hörður gaf grænt ljós á samtal milli Santos og ÍBV. Eyjamenn kipptu að sér höndum eftir að Hörður vildi fá hálfa fjórðu milljón króna fyrir að leysa Santos undan samningi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -