Hans Lindberg kveður þýska liðið Füchse Berlin á næsta sumri. Forsvarsmenn félagsins hafa tilkynnt honum að honum standi ekki til boða nýr samningu þegar núverandi samningur rennur sitt skeið á enda.
Lindberg, sem er 41 árs gamall og af íslensku bergi brotinn, er einn markahæsti leikmaður í sögu þýsku 1. deildarinnar. Hann sagði í samtali við TV2 í Danmörku vera bæði undrandi og vonsvikinn yfir ákvörðun stjórnenda Berlínarliðsins.
„Ég er einn þeirra leikmanna sem leik hvað mest í hverjum leik. Þess utan sem aðeins eru tveir mánuðir síðan ég sat fund með stjórnendum félagsins þar sem rætt var um að framlengja samning minn um eitt ár,” sagði Lindberg sem varð markakóngur þýsku 1. deildinnar í vor.
Stefan Kretzschmar, einn stjórnenda Füchse Berlín, segir það hafa verið eitt erfiðasta samtal sitt um ævina að tilkynna Lindberg að dagar hans hjá félaginu væri senn taldir.
Kretzschmar segir ekki rétt að komið hafi til umræðu af hálfu félagsins að bjóða Lindberg nýjan samning á fyrrgreindum fundi. Lindberg hafi hinsvegar sjálfur lýst yfir áhuga á að halda áfram í eitt ár til viðbótar eftir að núverandi samningur rennur út.
Kretzschmar segir að Svíinn Valter Chrintz sé framtíðar hægri hornamaður Berlínarliðsins. Chrintz, sem er 22 ára gamall, skrifaði nýverið undir nýjan samning sem gildir til ársins 2026.
Lindberg reiknar með að snúa heim til Danmerkur og ljúka þar ferlinum nema að annað betra bjóðist. Lindberg kom til Füchse Berlin fyrir sex árum frá HSV Hamburg.