- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Línur taka að skýrast

Paula Posavecs og leikmenn Krim verða undir stjórn nýs þjálfara í Meistaradeildinni um helgina. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Nú styttist í það að riðlakeppni Meistaradeildar kvenna verði hálfnuð en sjötta umferðin fer fram um helgina og úrslit hvers leiks vegur þyngra.

Í A-riðli mætast Esbjerg og Rostov-Don og freista þess að ná toppsætinu í riðlinum á meðan CSM Búkarestíi vonast til að framhald verði á sigurgöngunni þegar liðið mætir Brest.

CSKA og Odense eru jöfn í þriðja og fjórða sæti B-riðils með sex stig og því má búast við hörkuleik þegar liðin mæstast á sunnudaginn. Ungverska liðið Györ sem eru enn ósigrað í B-riðli freistar þess að halda sínu striki er það mætir sænska liðinu Sävehof. Slóvenska liðið Krim kemur til leiks með nýjan þjálfara í brúnni en Nataliya Derepasko tók við þjálfun á dögunum af Uros Bregar sem hafði stýrt liðinu frá árinu 2016.

Leikir helgarinnar

A-riðill

CSM Búkaresti – Brest | Laugardagur kl 14.00 | Beint á EHFTV

 • Sigur í þessum leik færir CSM nær sínum besta árangri sem eru fimm sigrar í röð en þegar hefur liðið unnið þrjá síðustu.
 • Cristina Neagu, sem lét lítið fyrir sér fara í fyrstu tveimur umferðunum þegar hún skoraði aðeins 2 mörk í hvorum leik hefur heldur betur minnt á sig að undanförnu. Neagu hefur skorað 8,66 mörk að meðaltali í síðustu þremur leikjum.
 • CSM og Brest hafa skorað næst flest mörk í riðlakeppninni til þessa eða 139 talsins, einu meira en Esbjerg og Dortmund.
 • Brest hefur ekki gengið sem skildi á útivelli í öllum mótum á þessu tímabili en liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikjum liðsins á útivelli til þessa.
 • Liðin mætast í fyrsta skipti í Evrópukeppni.

Buducnost – FTC | Laugardagur kl 16.00 | Beint á EHFTV

 • Buducnost mun jafna sinn versta árangur í Meistaradeild kvenna tapi það þessum leik. Tímabilið 2005/06 tapaði liðið sex leikjum í riðlakeppninni en er með fimm tapleiki á bakinu það sem af er yfirstandandi leiktíðar.
 • Svartfellska liðið hefur tapað átta leikjum í röð í Meistaradeilldinni, fimm á þessari leiktíð og þremur síðustu leikjunum á síðustu leiktíð.
 • Liðin hafa mæst þrettán sinnum áður og hefur ungverska liðið unnið í sjö skipti.
 • Sigri FTC að þessu sinni verður það hundraðasti sigurleikur liðsins  í Meistaradeildinni. Aðeins fimm liðum hefur tekist það, Györ, Buducnost, Krim, Hypo og Larvik.
 • Ungversku liðin FTC og Györ eru þau einu í riðlakeppninni sem eru enn taplaus.  Györ hefur unnið alla sína leiki en FTC unnið þrjá og gert tvö jafntefli.

Dortmund – Podravka | Sunnudagur kl 13.00 | Beint á EHFTV

 • Eftir að hafa farið vel af stað í upphafi riðlakeppninnar hefur Dortmund tapað síðustu tveimur leikjum sínum og eru nú í fimmta sæti riðilsins.
 • Podravka hefur fengið á sig 153 mörk í keppni á leiktíðinni. Aðeins tvö lið hafa fengið á sig fleiri mörk.
 • Þetta verður fyrsti leikur þjálfarans Goran Mrdjen á þessu tímabili en hann tók við liði Podravka af Neven Hrupec. Þetta er hins vegar í þriðja skiptið sem Mrdjen þjálfar liðið.
 • Podravka hefur tapað síðustu 13 útileikjum sínum í Meistaradeildinni. Síðasti sigurleikurinn á útivelli var gegn Thuringer í Þýskalandi í október 2018.

Esbjerg – Rostov-Don | Sunnudagur  kl 13.00 | Beint á EHFTV

 • Þetta gæti verið örlagaleikur fyrir röðun liðanna í riðlinum, þar sem Rostov situr á toppnum með átta stig. Esbjerg er aðeins stigi á eftir í þriðja sæti.
 • Rostov hefur fengið á sig fæst mörk að meðaltali eða 23,4 mörk það sem af er tímabili en Esbjerg er búið að fá á sig 24,8 mörk að jafnaði í leik.
 • Danska liðið hefur átt í miklum meiðslavandræðum að undanförnu en Mette Tranborg, Henny Reistad og Marit Rosberg Jacobsen ættu allar að vera leikfærar að þessu sinni.
 • Rússneska liðið hefur unnið fimm af sex viðureignum liðanna.
 • Ef Rostov vinnur þennan leik er það þeirra sextugasti sigurleikur í Meistaradeildinni og verður liðið það tíunda sem nær þeim áfanga.

B-riðill

Györ – Sävehof | Laugardagur kl 14.00 | Beint á EHFTV

 • Eftir sigurinn á Metz um síðustu helgi er ungverska liðið eina liðið sem er enn ósigrað í riðlakeppninni.
 • Ungverska stórliðið er einnig með besta sóknarliðið í keppninni. Það hefur skorað meira en 30 mörk í öllum leikjum sínum eða samtals 162 mörk sem gerir 32,4 mörk að meðaltali í fimm leikjum.
 • Györ þarf 19 mörk í viðbót til þess að verða þriðja liðið á eftir Krim og Buducnost til þess að ná að skora 7.000 mörk í Meistaradeild kvenna.
 • Sävehof er í sjötta sæti riðilsins með fjögur stig.

Krim – Vipers | Laugardagur kl 16.00  |Beint á EHFTV

 • Vipers, sem eru ríkjandi meistari, er í fimmta sæti riðilsins með fjögur stig eftir fimm leiki en það hefur hefur tapað báðum útileikjum sínum í riðlinum til þessa.
 • Hins vegar á Krim enn eftir að ná í stig á heimavelli á þessari leiktíð. Liðið er í sjöunda sæti með aðeins tvö stig.
 • Uros Bregar þjálfara Krim var sagt upp störfum eftir tap fyrir Odense í síðustu umferð. Nataliya Derepasko fyrrverandi aðstoðarþjálfari liðsins tók við.
 • Norska liðið hefur unnið fimm af síðustu sex viðureignum þessara liða.

CSKA – Odense | Sunnudagur kl 15.00 | Beint á EHFTV

 • Þessi lið eru bæði með sex stig en danska liðið er í þriðja sæti í riðlinum á betri markatölu en CSKA sem er í því fjórða.
 • Rússneska liðið hefur unnið báða heimaleiki sína til þessa en danska liðið hefur sigrað í báðum útileikjum sínum.
 • Kathrine Heindahl mun mæta sínum gömlu liðsfélögum sínum  en hún gekk til liðs við CSKA frá Odense árið 2020.

Kastamonu – Metz | Sunnudagur kl 15.00 | Beint á EHFTV

 • Metz endaði þriggja leikja sigurgöngu sína síðasta laugardag þegar það tapaði fyrir Györ á heimavelli.
 • Kastamonu sem er nýliði í Meistaradeildinni hefur tapað öllum fimm leikjum sínum til þessa.
 • Metz er með einn besta varnarleikinn af liðum í Meistaradeildarinnar til þessa. Liðið hefur fengið á sig 25 mörk að meðaltali en Kastamonu er hins vegar með verstu vörnina og alls  fengið á sig 156 mörk í fimm leikjum.
 • Liðin hafa aldrei áður mæst í Evrópukeppni.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -