- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ljónin sluppu fyrir horn

Alexander Petersson er hættur eftir nítján keppnistímabil í Þýskalandi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Rhein-Neckar Löwen slapp með skrekkinn í dag og marði sigur á Bergischer HC, 24:23, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Bergischer átti möguleika á að jafna metin í lokin en síðasta sókn liðsins rann út í sandinn. Rhein-Neckar hreppti þar með stigin tvö og komst aftur upp að hlið Flensburg með 21 stig í efsta sæti deildarinnar.

Rhein-Neckar Löwen var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13:9. Leikmenn Bergischer sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og náðu að komast yfir, 20:19, þegar liðlega 11 mínútur voru til leiksloka. Eftir það var jafnt á öllum tölum þar til í blálokin að sigurinn féll leikmönnum Rhein-Neckar í skaut.

Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen í fimm tilraunum. Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki að þessu sinni en tók þátt í varnarleiknum að vanda þar sem hann er orðinn lykilmaður.

Þrír leikir hefjast í deildinni klukkan 15. Göppingen fær Melsungen í heimsókn, Balingen-Weilstetten tekur á móti Füchse Berlin og Magdeburg og Nordhorn eigast við í Magdeburg.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark úr þremur skotum fyrir Bergischer. Ragnar Jóhannsson var í liði Bergischer í dag en skoraði ekki mark.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -