Í fyrramálið kemur í ljós hvort Valur leikur fyrri eða síðari úrslitaleikinn í Evrópubikarkeppninni í handknattleik við spænska liðið Conservas Orbe Zendal Bm Porrino á heimavelli þegar dregið verður um röð úrslitaleikjanna í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg.
Fyrri úrslitaleikurinn verður 10. eða 11. maí en sá síðari viku síðar. Félögin koma sér saman um leikdaga eftir að dregið verður um röð leikjanna.
Hér fyrir neðan er hlekkur á útsendingu frá athöfninni í fyrramálið.
Skammt frá Vigó
Conservas Orbe Zendal Bm er með bækistöðvar í bænum Porrinu skammt frá Vigo í suðvestur-Galisíu, rétt norður af landamærum Spánar og Portúgal.
Conservas Orbe Zendal Bm er í fjórða sæti spænsku 1. deildarinnar. Þess má geta að Málaga Costa del Sol sem Valur vann í 16-liða úrslitum í janúar er í öðru sæti deildarinnar.
Conservas Orbe Zendal Bm Porrin vann Hazena Kynzvart frá Tékklandi í tvígang í undanúrslitum, 31:28 og 30:27.
Valur vann MSK IUVENTA Michalovce frá Slóvakíu, 30:20, í síðari undanúrslitaleiknum í gær en tapaði þeim fyrri, 25:23.
Evrópubikarkeppni kvenna – fréttasíða.