- Auglýsing -

Ljóst hvaða lið mætast í úrslitaleikjum yngri flokka

Mynd/Múmmi Lú

Á föstudaginn og sunnudaginn verður leikið til úrslita í Coca Cola-bikarnum í 3. og 4. flokki karla og kvenna á Ásvöllum samhliða undanúrslitum og úrslitaleikjum í meistaraflokki kvenna og karla.


Undanúrslitaleikjum í 3. og 4. flokki karla og kvenna er lokið. Þar með liggur ljóst fyrir hvaða lið mætast í úrslitum og á hvaða tíma dagsins.

Athygli vekur að KA og KA/Þór eiga lið í úrslitum allra þriggja flokka í 4. aldursflokki. Fram og Haukar eiga tvö lið í úrslitum.

Að vanda fara allir leikir fram í sömu umgjörð og úrslitaleikir karla og kvenna sem verða á laugardaginn en undanúrslit á miðvikudag og fimmtudag, eins og kemur fram nánar hér.

Úrslitaleikir Coca Cola-bikars í 3. og 4. flokki karla og kvenna:

Föstudagur 11. mars: klukkan:Félög
3. flokkur karla18.00Fram – Selfoss
3. flokkur kvenna20.15Haukar – Fram
Sunnudagur 13. mars:
4. flokkur karla yngri13.00KA – Haukar
4. flokkur kvenna15.00KA/Þór – ÍBV
4. flokkur karla eldri17.00KA – Afturelding
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -