Riðlakeppni 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik karla lauk í kvöld. Montpellier, Bidasoa Irún, THW Kiel og Flensburg höfnuðu í efsta sæti hvers riðlanna fjögurra. Liðin fjögur fara beint í átta liða úrslit og sitja þar með yfir í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar sem fram fer 25. mars og 1. apríl. Í útsláttarkeppninni mætast liðin sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti.
Öll úrslit leikja kvöldsins í lokaumferðinni er að finna hér. Þar er einnig tekið saman hvað íslenskir handknattleiksmenn skoruðu í leikjunum.
Fyrsta umferð útsláttarkeppninnar:
Benfica – GOG.
Kriens-Luzern – Limoges.
MT Melsungen – Gummersbach.
Toulouse – FC Porto.
-Leikið 25. mars og 1. apríl.
Átta liða úrslit:
Benfica eða GOG – Flensburg.
Kriens-Luzern eða Limoges – THW Kiel.
MT Melsungen eða Gummersbach – Bidasoa Irún.
Toulouse eða FC Porto – Montpellier.
-Átta liða úrslit verða leikin 22. og 29. apríl.