- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lokahóf: Emelía og Aron sköruðu framúr – þrennt hlaut silfurmerki

Sigursteinn Arndal þjálfari FH lyfti Íslandsbikarnum á loft að Varmá. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Handknattleiksfólk FH kom saman til lokahófs eftir sigursælt keppnistímabil og fagnaði saman árangri vetrarins en karlalið félagsins varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 13 ár auk þess að verða deildarmeistari í Olísdeild karla. Að vanda voru veittar viðurkenningar til leikmanna og sjálfboðaliða fyrir tímabilið.

Aron Pálmarsson var kjörinn besti leikmaður tímabilsins hjá meistaraflokki karla og Jóhannes Berg Andrason sá efnilegasti.

Emilía Ósk Steinarsdóttir var kjörin best leikmanna meistaraflokks kvenna en liðið lék í Grill 66-deildinni. Katrín Ósk Ástþórsdóttir var valin sú efnilegasta.

Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir áfangaleiki. Aron Pálmarssom og Daníel Matthíasson fengu viðurkenningu fyrir 100 leiki fyrir FH og Einar Örn Sindrason og Jakob Martin Ásgeirsson fengu viðurkenningu fyrir 200 leiki.

Þrennt var heiðrað með silfurmerki FH fyrir framlag sitt til félagsins. Þau eru Birna Íris Helgadóttir, Tryggvi Rafnsson og Valgeir Þórður Sigurðsson.

Sjá einnig

Fleiri lokahóf:

Lokahóf: Guðmundur Bragi og Elín Klara best hjá Haukum

Lokahóf: Ída og Ágúst best hjá Gróttu – myndir

Lokahóf: Saga Sif og Þorsteinn best, leikmenn kvaddir og heiðraðir

Lokahóf: ÍR-ingar settu punkt aftan við tímabilið

Lokahóf: Matea og Einar Rafn best – Skarphéðinn og Bergrós efnilegust

Lokahóf: Katla og Einar best á Selfossi – Kristín og Jón félagar ársins

Lokahóf: Marta og Elmar stóðu upp úr hjá ÍBV

Lokahóf: Alfa Brá og Rúnar stóðu upp úr

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -