Lokahóf handknattleiksdeildar Fjölnis fór fram á laugardaginn. Þar var tímabilið gertt upp með viðurkenningum og heiðursmerkjum. Veittar voru viðurkenningar til leikmanna sem skarað hafa fram úr á ýmsum sviðum, auk þess sem deildin heiðraði leikmenn sem hafa leikið 100 leiki eða fleiri fyrir félagið.
Björgvin Páll heiðraður
Sérstaka viðurkenningu hlaut Björgvin Páll Rúnarsson fyrir áralanga og ómetanlega þjónustu sem leikmaður og leiðtogi, bæði innan vallar sem utan. Þá fékk hann einnig viðurkenningarplatta fyrir að hafa skorað yfir 1.000 mörk fyrir meistaraflokk Fjölnis. Björgvin Páll hefur ákveðið að hætta keppni eftir því sem handbolti.is kemst næst.

Viðurkenningar kvennaflokki:
- Besti leikmaður: Sólveig Ása Brynjarsdóttir
- Mestu framfarir: Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir.
- Efnilegasti leikmaður: Sara Kristín Pedersen.
- Besti liðsfélaginn: Þyri Erla Sigurðsdóttir.
Viðurkenningar karlaflokki: - Besti leikmaður: Haraldur Björn Hjörleifsson.
- Efnilegasti leikmaður: Óli Fannar Pedersen.
- Besti liðsfélaginn: Aron Breki Oddnýjarson.
Lokahóf: Lonac og Dagur Árni best hjá KA/Þór og KA