- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lokasprettur riðlakeppninnar um helgina

Emilie Hegh Arntzen og samherjar í Vipers enda fjögurra leikja törn í Meistaradeildinni með leik við Krim í Slóveníu í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Lokaumferðin í Meistaradeild kvenna fer fram um helgina þar sem að aðalleikur helgarinnar er án efa viðureign Györ og CSKA í B-riðli en um er að ræða hreinan úrslitaleik um toppsæti riðilsins. Aðrir leikir í B-riðli er Balkanskagaslagur Buducnost og Podravka. Þá munu Valcea og Dortmund, sem hafa verið að spila vel undanfarið, reyna að ná stigum á heimavelli gegn Brest og Odense Håndbold.


Í A-riðli mætast Rostov-Don og FTC í leik þar sem að rússneska liðinu tekst með sigri, að halda toppsætinu. Liðin í öðru og þriðja sæti, Metz og CSM mætast í Frakklandi og vonast til þess að Rostov misstígi sig á móti FTC til þess að hreppa toppsætið. 

Sú breyting var gerð á keppnisfyrirkomulaginu í Meistaradeildinni á dögunum að nú fara öll liðin áfram í 16-liða úrslit. Fyrir leiki helgarinnar eru tvær viðureignir í 16-liða úrslitunum klárar. Það er annars vegar viðureing Vipers og Odense og hinsvegar á milli Esbjerg og Brest.

Leikir helgarinnar

A-riðill

Metz – CSM Búkaresti | Laugardagur 13. febrúar  kl 14.00

 • Metz er í öðru sæti riðilsins, einu stigi meira en CSM og því verður rúmenska liðið að vinna leikinn til þess að komast upp fyrir franska liðið.
 • Cristina Neagu vinstri skytta rúmenska liðsins er markahæsti leikmaður liðsins með 68 mörk og það setur hana í sjötta sæti yfir flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar með 753 mörk.
 • Metz tapaði sínum fyrsta heimaleik í fjögur ár í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum þegar liðið tapaði, 29-28, fyrir Vipers.
 • CSM hefur unnið þrjá af þeim sjö leikjum sem liðin hafa spilað en Metz hefur hins vegar unnið alla leikina sem liðin hafa spilað í Frakklandi.

Rostov-Don – FTC | Laugardagur 13. febrúar  kl 14.00

 • Rostov er í toppsæti riðilsins með einu stigi meira en Metz og þær þurfa sigur til þess að halda toppsætinu.
 • Rússneska liðið hefur unnið níu leiki í Meistaradeildinni í vetur
 • Hægri vængur FTC hefur heldur betur staðið sig vel í Meistaradeildinni í vetur. Katrin Klujber og Angela Malestein hafa skorað 120 mörk fyrir liðið.
 • Rostov hefur unnið níu af þeim ellefu leikjum sem liðin hafa mæst í, þar af síðustu sjö leiki í röð.

Vipers – Krim | Laugardagur 13. febrúar  kl 16.00

 • Krim eru í sjöunda sæti A-riðilsins og getur ekki komist ofar og mun mæta annað hvort CSKA eða Györ í 16-liða úrslitum. Vipers eru í fimmta sæti og leikur við Odense í 16-liða úrslinum.
 • Vipers hefur tapað þremur leikjum í röð.
 • 19. mark Krim í leiknum mun verða 7.000. mark liðsins í Meistaradeildinni. Aðeins Buducnost hefur skoraði fleiri mörk í keppninni.
 • Nora Mörk þurfti að fara af velli á lokamínútum leiksins gegn Rostov-Don á miðvikudaginn vegna meiðsla. Hún verður ekki með í dag.
 • Silje Waade hægri skytta Vipers sleit krossband á dögunum.
 • Vipers hefur unnið fjóra af fimm innbyrðisleikjum liðanna.

Esbjerg – Bietigheim | Sunnudaginn 14. febrúar  kl 12.00

 • Esbjerg eru fast í sjötta sæti í riðlinum og mætir Brest í 16-liða úrslitunum. Bietigheim sem endar í áttunda sæti riðilsins mun mæta CSKA eða Györ.
 • Bietigheim hefur aðeins unnið tvo af útileikjum sínum í Meistaradeildinni.
 • Danska liðið skortir aðeins sex mörk til þess að verða 27. liðið til þess að rjúfa 1.000 marka múrinn í Meistaradeildinni.
 • Esbjerg hefur unnið þrjár innbyrðis viðureignir liðanna í Meistaradeildinni.

B-riðill

Györ – CSKA | Laugardagur 13. febrúar  kl 16.00

 • Fyrri leikur liðanna var hörkuleikur sem endaði með jafntefli, 27-27.
 • Nýliðar CSKA eru með 23 stig í topp sæti riðilsins, einu stigi á undan Györ.
 • Ungverska liðið þarf sigur til þess að vinna riðilinn. Jafntefli dugar CSKA.
 • Györ eru taplaust í 50 leikjum í röð og hefur ekki tapað síðan í janúar 2018. CSKA hefur unnið alla sex leiki sína á þessu ári.

Buducnost – Podravka | Laugardagur 13. febrúar  kl 16.00

 • Þessi lið hafa mæst fimm sinnum áður í Evrópukeppni.
 • Buducnost hefur unnið þrjá leiki en Podravka tvo.
 • Króatíska liðið er með fjögur stig og endar neðst í riðlinum. Buducnost er í fimmta sæti með tíu stig.
 • Svartfellska liðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum í riðlinum, heima gegn Györ, 26-21, og á útivelli gegn CSKA, 27-23.
 • Dejana Milosavljevic leikmaður Podravka er næst markahæst í Meistaradeildinni með 69 mörk.

Dortmund – Odense | Sunnudagur 14. febrúar  kl 14.00

 • Dortmund, sem eru nýliði í Meistaradeildinni, er í sjöunda sæti með sjö stig.
 • Þýska liðið hefur fengið þrjú stig í síðustu tveimur leikjum sínum, sigur á Podravka og jafntefli við Brest.
 • Odense hafnar í fjórða sæti riðilsins en liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð, gegn Buducnost og Valcea.
 • Odense fangaði sigri, 32-27, í fyrri leik liðanna.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -