- Auglýsing -
- Auglýsing -

Loks fögnuðu Stjörnumenn

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í Stjörnunni fögnuðu sínum fyrsta sigri í Olísdeild karla á leiktíðinni þegar þeir unnu KA-menn með eins marks mun, 25:24, í hörkuleik í TM-höllinni. KA-menn reyndu hvað þeir gátu að jafna metin undir lokin en tókst ekki. Stjarnan stóðst áhlaupið og er nú komin með þrjú stig þegar fjórir leikir eru að baki.

Lengst af var ekki mikill munur á liðunum í kvöld. KA var þó tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13, og náði um skeið þriggja marka forskoti á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Gæfan snerist síðan á sveif með Stjörnunni sem hafði frumkvæðið á lokakaflanum.

Mörk Stjörnunnar: Tandri Már Konráðsson 7/2, Pétur Árni Hauksson 5, Starri Friðriksson 3, Björgvin Þór Hólmgeirsson 3, Veigar Snær Sigurðsson 3, Brynjar Hólm Grétarsson 2, Sverrir Eyjólfsson 2, Ólafur Bjarki Ragnarsson 1.
Adam Thorstensen varði 8 skot í markinu, 34,8%. Brynjar Darri Baldursson 2, 18,2%.


Mörk KA: Ólafur Gústafsson 6, Áki Egilsnes 5, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Jóhann Geir Sævarsson 3/2, Jón Heiðar Sigurðsson 2, Einar Birgir Stefánsson 2, Allan Nordberg 2, Patrekur Stefánsson 1.
Nicholas Satchwell varði 13 skot, 34,2%.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -