Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er í liði fimmtu umferðar pólsku umferðarinnar í handknattelik. Hann átti stórleik þegar Vive Kielce vann stórsigur á Chrobry Glogow, 45:29, á föstudaginn.
Haukur skoraði þá níu mörk og raðaði frá sér stoðsendingum. Fyrir vikið var hann valinn maður leiksins í fyrsta sinn eftir að hafa komið til félagsins og nú er Haukur í liði umferðarinnar í Póllandi í fyrsta skipti.
Samherji Hauks, franski landsliðsmaðurinn Dylan Nahi, er einnig í liði umferðarinnar en liðið í heild er birt hér fyrir neðan.
Haukur er óðum að ná sér eftir að hafa slitið krossband í hné í lok október í fyrra. Hann hefur jafnt og þétt fengið meiri tíma í leikjum liðsins, jafnt í pólsku deildinni og í Meistaradeild Evrópu.
Haukur og félagar taka á móti Flensburg í fjórðu umferð Meistaradeildar Evrópu á heimavelli í kvöld.
Siódemka 5. serii!
— PGNIG Superliga (@pgnigsuperliga) October 13, 2021
BR P. Małecki @unia_tarnow
ŚR H. Thrastarson @kielcehandball
LR T. Lucin @SPRWisla
PR R. Orzechowski @MMTSKwidzyn
OB Ł. Rogulski @AzotyPulawy
LS D. Nahi @kielcehandball
PS M. Kosmala @sprwybrzeze pic.twitter.com/KtcNoDApO7