- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mæta landsliði Kósovó á laugardaginn

Íslenska landsliðið mætir Kósovó á laugardaginn á EM í handknattleik. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, mætir landsliði Kósovó í keppninni um fimmta til áttunda sæti B-deildar Evrópumótsins í handknattleik á Skopje á laugardaginn.

Samkvæmt óstaðfestri dagskrá mótsins hefst viðureignin klukkan 10.30. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá leiknum á ehftv.com án endurgjalds.


Í hinni viðureignni í krossspilinu mætast Norður Makedónía og Finnland. Sigurliðin í leikjunum leika um fimmta sætið á sunnudaginn en tapliðin um sjöunda sætið.

Færeyska landsliðið hefur heldur betur gert það gott í B-deild Evrópumótsins og er nú komið í undanúrslit. Mynd/EHF

Frábært hjá Færeyingum


Frænkur okkar í færeyska landsliðinu hafa heldur betur gert það gott í mótinu. Þær unnu B-riðil í dag eftir að hafa lagt hollenska landsliðið örugglega, 29:22, þar sem grunnur var lagður að sigrinum í fyrri hálfleik. Færeyska liðið vann riðilinn með sjö stig í fjórum leikjum. Holland varð í öðru sæti, Norður-Makedónía í þriðja sæti, Kósovó í fjórða og Bosnía rak lestina.


Færeyska landslið mætir þar með Pólverjum í undanúrslitum á laugardaginn en pólska liðið gerði jafntefli við Ísland í dag, 24:24. Í hinni viðureign undanúrslitanna eigast við landslið Hvíta-Rússlands og Hollands.


Annar hluti B-deildar Evrópumótsins fer fram í Chieti á Ítalíu þessa dagana. Landslið Ítalíu, Litáen, Serbíu og Spáns hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum.

Tvö efstu lið hvorrar B-deildar komast í umspilsleiki fyrir heimsmeistaramót 20 ára landsliða sem fram fer í Slóveníu á næsta ári. Færeyska landsliðið á þar með orðið góða möguleika á að komast í umspilsleikina sem fram fara síðla í nóvember.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -