Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna mætir svissneska landsliðinu í öðru sinni í dag í vináttulandsleik í BBC-Arena í Schaffhausen í Sviss. Leikurinn hefst klukkan 15.
HSÍ ætlar að streyma leiknum á youtube:
Leikurinn í Schaffhausen verður síðasti undirbúningsleikur íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi á fimmtudaginn. Fyrsta viðureign íslenska landsliðsins verður daginn eftir, föstudag, gegn Hollendingum í Innsbruck.
Leikir Íslands í F-riðli EM kvenna 2024:
29. nóvember: Ísland - Holland, kl. 17.
1. desember: Ísland - Úkraína, kl. 19.30.
3. desember: Ísland - Þýskaland, kl. 19.30.
Svissneska landsliðið vann naumlega viðureignina í Basel á föstudagskvöldið, 30:29, eftir að hafa verið yfir, 18:16, að loknum fyrri hálfleiks.
Eins og á föstudaginn þá verða allir 18 leikmenn íslenska landsliðsins á skýrslu í viðureigninni í dag.
Leikamannahópur Íslands: EM-hópurinn hefur verið opinberaður
A-landslið kvenna – fréttasíða.
- Handbolti.is verður vitanlega á EM, án ríkisaðstoðar, og fer utan með blaðamann og ljósmyndara sem fylgja landsliðinu eftir meðan það stendur í ströngu.