Ísland dróst í sjötta riðil undankeppni EM kvenna 2022 með Svíþjóð, Serbíu og Tyrklandi en dregið var í morgun í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu, EHF, í Vínarborg.
Tvö af liðunum komast áfram í lokakeppnina sem fram fer í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi í nóvember 2022. Vegna HM karla í knattspyrnu var ákveðið að halda ekki mótið í desember eins og venja er með lokamót kvenna.
Undankeppnin hefst í byrjun október, 6. og 7. / 9. og 10., með tveimur umferðum en þriðja og fjórða umferð fer fram í mars og apríl á næsta ári.
Ísland var í þriðja styrkleikaflokki af fjórum þegar dregið var og fékk Svíþjóð úr efsta flokki, Serba úr öðrum og Tyrkland úr fjórða flokki.
Riðlaskiptingin er sem hér segir:
1.riðill: Rússland, Pólland, Sviss, Litháen.
2.riðill: Danmörk, Rúmenía, Austurríki, sigurlið úr forkeppnisriðli 3.
3.riðill: Holland, Þýskaland, Hvíta-Rússland, sigurlið úr forkeppnisriðli 2.
4.riðill: Frakkland, Króatía, Tékkland, Úkraína.
5.riðill: Spánn, Ungverjaland, Slóvakía, sigurlið úr forkeppnisriðli 1.
6.riðill: Svíþjóð, Serbía, ÍSLAND, Tyrkland.
Tvö lið fara áfram úr hverjum riðli. Gestgjafarnir þrír Slóvenía, Norður-Makedónía og Svartfjallaland auk Evrópumeistara Noregs taka ekki þátt í undankeppninni.
Lokakeppni EM kvenna 2022 verður síðasta lokamót EM kvenna þar sem þátttökulið verða 24. Frá og með EM 2024 verður þátttökuþjóðum fjölgað í 24.