Birgir Steinn Jónsson skoraði þrjú mörk þegar IK Sävehof og Malmö skildu jöfn í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í fyrrakvöld. Leikið var í Partille, heimavelli IK Sävehöf. Liðið mætast á ný í bikarkeppninni í Malmö á miðvikudaginn í næstu viku.
Áður en til þeirrar viðureignar kemur leiða liðin saman kappa sína í Partille á morgun, laugardag, í síðari viðureigninn í forkeppni Evrópudeildar karla. Sävehof stendur vel að vígi eftir að hafa unnið með níu marka mun í Malmö á sunnudaginn, 33:24. Reynir Stefánsson formaður dómaranefndar HSÍ verður eftirlitsmaður á viðureiginni í Partille á sunnudaginn.
Sävehöf og Malmö eigast þar með við fjórum sinnum á 10 dögum á tvennum vígstöðvum.