- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Mættum til þess að berja á þeim í síðari hálfleik

- Auglýsing -

„Okkur vantaði aðeins upp á þetta í lokin, þetta var eitt færi til eða frá,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir eins marks tap fyrir Serbíu, 27:26, á heimsmeistaramótinu í Porsche Arena í kvöld.


„Við vorum óánægðar með okkar frammistöðu í fyrri hálfleik og mættum til leiks í síðari hálfleik staðráðnar í að berja á þeim eins þær voru búnar að berja á okkur. Við gáfum allt of mikið eftir í fyrri hálfleik en síðari hálfleikurinn er klárlega eitthvað sem við getum byggt á,“ sagði Díana Dögg enn fremur.

„Við hefðum getað unnið leikinn ef við hefðum ekki misst þær svo langt fram úr okkur,“ sagði Díana en íslenska liðið var mest sjö mörkum undir, 21:14, snemma í síðari hálfleik.


Lengra viðtal við Díönu Dögg er hér fyrir ofan en inni í miðju viðtali má heyra gleðihróp serbeskra leikmanna þegar þær gengu af leikvelli og viðbrögð Díönu við þeim.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -