- Auglýsing -

Magdeburg hafði betur gegn Fredericia HK

- Auglýsing -


Evrópumeistarar SC Magdeburg unnu danska úrvalsdeildarliðið Fredericia HK, 44:32, í æfingaleik í Þýskalandi í gær. Danska liðið sem er undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar er í æfingabúðum þessa dagana í Goslar í Þýskalandi.

Lítið er vitað um tölfræði leiksins. Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem varð 26 ára í gær, lék ekki með Magdeburg og samkvæmt lýsingum stuðningsmanna Magdeburg lék Ómar Ingi Magnússon fyrri hálfleikinn. Elvar Örn Jónsson, nýr liðsmaður SC Magdeburg, tók þátt í viðureigninni.


Arnór Viðarsson er kominn í herbúðir Fredericia HK á nýjan leik eftir hafa leikið með Bergischer HC sem lánsmaður frá því í desember.

Næsti leikur Fredericia HK í Þýskalandi verður gegn HSV Hamburg á morgun. Með HSV Hamburg leikur Einar Þorsteinn Ólafsson fyrrverandi leikmaður danska liðsins. Einar Þorsteinn og félagar voru að koma úr æfingabúðum á Fuerteventura, einni Kanaríeyjanna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -