- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Magdeburg í úrslit – Gísli Þorgeir meiddist á öxl

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Evrópumeistara SC Magdeburg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

SC Magdeburg leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla eftir að hafa unnið Evrópumeistara tveggja síðustu ára, Barcelona, 40:39, eftir framlenginu og vítakeppni í Lanxess Arena í Köln í dag.

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburg meiddist á hægri öxl undir lok venjulegs leiktíma og kom ekkert meira við sögu. Hann fagnaði sigrinum með samherjum sínum út gólfi eftir leikinn en var með hægri handlegginn í fatla. Ekkert hægt að segja um hversu alvarleg meiðslin eru.

Uppfært: Bennet Wiegert þjálfari SC Magdeburg hefur staðfest að Gísli Þorgeir fór úr hægri axlarlið.

(Smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri).


Síðari í dag kemur í ljós hvort Magdeburg mætir Kielce frá Póllandi eða PSG í úrslitaleik á morgun.

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu undanúrslitaleikinn. Þeir fengu svo sannarlega að vinna fyrir launum sínum að þessu sinni.

Leikurinn var svo sannarlega mögnuð skemmtun. Magdeburg var yfir, 15:13, í hálfleik og var með tveggja marka forskot rétt fyrir miðjan síðari hálfleik, 24:22. Barcelona jafnaði metin jafn harðan og Magdeburg komst marki yfir. Þegar 60 mínútur voru liðnar var staðan jöfn, 31:31.

Magdeburg sýndi ótrúlega þrautsegju í framlengingunni án Gísla Þorgeirs og um tíma án Norðmannsins Christian O’Sullivan sem annar leikstjórnandi. Hann fékk rautt spjald hjá Antoni og Jóansi. Undir lokin var þýska liðið manni færra en tókst að verjast fimlega og meira að segja fá tækifæri til þess að skora sigurmarkið en Emil Nielsen markvörður Barcelona var með á nótunum, 38:38.

Vítakeppnin var skiljanlega spennandi og lauk með 2:1 sigri Magdeburg eftir að leikmönnum Barcelona brást bogalistin í fjórum vítaköstum.

Kay Smits skoraði 12 mörk fyrir Magdeburg, Michael Damgaard átta og Gísli Þorgeir fimm auk þess að eiga ógrynni stoðsendinga.

Timothey N’guessan skoraði níu mörk fyrir Barcelona og Aleix Gómez átta.

Ómar Ingi Magnússon er leikmaður SC Magdeburg. Hann hefur ekki leikið með liðinu á árinu vegna meiðsla. Ómar Ingi er í Köln og kom inn á leikvöllinn í leikslok í dag til þess að fagna með samherjum sínum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -