- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Magdeburg meistari í annað sinn á þremur árum – uppgjör síðustu umferðar – lokastaðan

Glæsileg verðlaunaafhending átti sér stað þegar leikmenn Magdeburg tóku við sigurlaunum sínum á heimavelli í dag. Ljósmynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

SC Magdeburg er þýskur meistari í handknattleik karla í þriðja sinn í sögu sinni og í annað skipti á þremur árum. Leikmenn liðsins tóku við sigurlaunum sínum á heimavelli í dag að loknum sigri á Wetzlar í síðustu umferð deildarinnar, 37:34. Magdeburg hlaut 62 stig í 34 leikjum, sigurleikirnir voru 30, jafnteflin tvö og tapleikirnir tveir. Füchse Berlin hafnaði í öðru sæti, sex stigum á eftir meisturunum.

Þrír íslenskir landsliðsmenn léku með Magdeburgarliðin á leiktíðinni, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon. Janus Daði kveður félagið í sumar eftir eins árs dvöl. Um næstu helgi leikur Magdeburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í Lanxess-Arena í Köln.

  • Bergischer HC og Balingen-Weilstetten falla úr deildinni en í stað þeirra taka Potsdam og Bietigheim sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili. Balingen kom upp í deildina fyrir ári en Bergischer HC hefur átt sæti í deildinni í sex ár.
  • Janus Daði skoraði sjö mörk og átti fjórar stoðsendingar í sigri Magdeburg á Wetzlar í dag, 37:34, á heimavelli. Ómar Ingi skoraði þrjú mörk og átti tvær stoðsendingar. Gísli Þorgeir kom ekkert við sögu.
  • Teitur Örn Einarsson kvaddi Flensburg með stórleik. Hann skoraði níu mörk og gaf þrjár stoðsendingar í tíu marka sigri á Bergischer, 40:30. Teitur Örn geigaði ekki á skoti. Flensburg hafnaði í þriðja sæti.
  • Arnór Þór Gunnarsson tók tímabundið við þjálfun Bergischer HC fyrir fáeinum vikum. Þá stóð liðið höllum fæti í deildinni.
  • Arnór Snær Óskarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach í sigri á Göppingen, 33:32, á heimavelli í dag. Arnór Snær, sem nú kveður Gummersbach eftir lánsdvöl frá upphafi árs, átti einnig tvær stoðsendingar. Arnór Snær er samningsbundinn Rhein-Neckar Löwen.
  • Elliði Snær Viðarsson skoraði ekki mark fyrir Gummersbach í leiknum í dag. Liðið hafnaði í sjötta sæti og öðlast sæti í Evrópukeppni félagsliða á næstu leiktíð. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach sem náði sínum besta árangri um langt árabil.
  • Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk og átti þrjár stoðsendingar í sigri SC DHfK Leipzig á Rhein-Neckar Löwen, 29:24, á heimavelli. Andri Már Rúnarsson skoraði eitt mark fyrir SC DHfK Leipzig. Rúnar Sigtryggsson er þjálfari SC DHfK Leipzig sem hafnaði í áttunda sæti.
  • Ýmir Örn Gíslason lék sinn síðasta leik fyrir Rhein-Neckar Löwen. Hann færir sig um set í sumar og leikur með Göppingen frá og með næstu leiktíð.
  • Hannover-Burgdorf hlaut áttunda sæti deildarinnar. Liðið vann HC Erlangen á heimavelli í dag, 27:23. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
  • Oddur Gretarsson skoraði 10 mörk, helming þeirra úr vítaköstum, í kveðjuleik sínum með Balingen-Weilstetten á heimavelli í dag. Balingen vann HSV Hamburg, 37:30. Oddur flytur heim til Íslands í sumar eftir áratug í Þýskalandi.
  • Daníel Þór Ingason lék með Balingen en skoraði ekki mark að þessu sinni.
  • Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson léku ekki með MT Melsungen heimavelli í lokaumferðinni gegn THW Kiel, 23:23. Arnar Freyr er að jafna sig eftir veikindi en Elvar Örn er meiddur.

    Lokastaðan:
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -