- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Magdeburg og PSG tryggðu sér farseðla til Kölnar

Gísli Þorgeir Kristjánsson fagnar með samherjum sínum í kvöld eftir að sæti í undanúslitum Meistaradeildar Evrópu var í höfn. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þýska meistaraliðið SC Magdeburg og Frakklandsmeistarar PSG tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í karlaflokki. Vængbrotið lið SC Magdeburg vann Wisla Plock í síðari leik liðanna í Magdeburg, 30:28. Um sannkallaðan háspennuleik var að ræða.

Jafntefli varð í fyrri viðureigninni, 22:22, fyrir viku síðan. Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist illa á ökkla í þeim leik og verður ekki meira með liðinu. Hann var við hliðarlínuna í kvöld og hvatti félaga sína til dáða og gladdist með þeim og stuðningsmönnum þegar flautað var af eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

Smits skoraði 14 mörk

Hollendingurinn Kay Smits skoraði 14 af mörkum Magdeburgarliðsins. Michael Damgard var næstur með sex mörk. Sergei Kosorotov var markahæstur hjá Wisla með átta mörk og Lovro Mihic var næstur með sjö.

Spánverjinn Ferran Solé og leikmaður PSG hefur snúið á Sander Sagosen leikmann THW Kiel í viðureign liðanan í París í kvöld. Mynd/EPA

Öruggt hjá PSG

PSG vann THW Kiel, 32:29, í París í síðari viðureigninni og samanlagt með sjö marka mun, 63:56. PSG var sterkara liðið frá upphafi til enda. Danis Kristopans skoraði sex mörk fyrir PSG-liðið og Petar Nenadic skoraði fimm. Petter Øverby og Niclas Ekberg skoruðu fimm mörk hvor fyrir THW Kiel.

Síðustu leikir annað kvöld

Annað kvöld fara tveir síðustu leikir átta liða úrslita fram. Annarsvegar mætast Kielce og Veszprém í Póllandi og hinsvegar Barcelona og GOG. Kielce og Veszprém skildu jöfn í fyrri viðureigninni, 29:29. Barcelona vann Danmerkurmeistarana með sjö marka mun, 37:30, á Fjóni í fyrri leiknum.

Leikir úrslitahelgarinnar fara að vanda fram í Lanxess-Arena í Köln. Að þessu sinni helgina 16. og 17. júní.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -