- Auglýsing -
- Auglýsing -

Magdeburg situr yfir í fyrstu umferð – Plock greip tækifærið

Leikmenn Wisla Plock fagna eftir að sæti í útsláttarkeppninni var í höfn eftir sigur í Porto í gærkvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir Kristjánsson og samherjar í þýska meistaraliðinu SC Magdeburg tryggðu sér í gærkvöld fjórða og síðasta sætið í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik þegar þeir unnu Dinamo Búkarest, 34:33, á heimavelli í síðustu umferð riðlakeppninnar. Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn af mikilli röggsemi. Gísli Þorgeir skoraði eitt mark í leiknum.


PSG og Magdeburg höfnuðu í tveimur efstu sætum A-riðils og sitja þar með yfir í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Einnig sitja yfir Barcelona og Kielce. Þau enduðu í tveimur efstu sætum B-riðils.


Wisla Plock krækti í síðasta sætið inn í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar með því að vinna Porto, 28:27, í Porto í gærkvöld. Þar með sátu leikmenn Zagreb eftir með sárt ennið og eru úr leik eins og leikmenn Porto, Celje og Elverum.

Lokastaðan í A-riðil:

PSG141202492:43924
Magdeburg14923453:41920
Veszprém14824449:42918
GOG14716459:45415
Dinamo Búk.14536416:42913
Wisla Plock14419374:4129
PPD Zagreb14329390:4208
Porto142111407:4385


Lokastaðan í B-riðli:

Barcelona141310484:40427
Kielce141103465:42722
Nantes14716478:45115
Kiel14635460:44015
Aalborg14617445:43813
Pick Szeged14518426:45211
Celje143011412:4756
Elverum141112398:4813


Í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar mætast:
Pick Szeged – Veszprém.
Wisla Plock – HBC Nantes.
Aalborg – GOG.
Dinamo Búkarest – THW Kiel.
Leikdagar 22. og 23. mars / 29. og 30. mars.


Í átta liða úrslitum mætast:
Dinamo Búkarest/THW Kiel – PSG.
Aalborg/GOG – Barcelona.
Wisla Plock/HBC Nantes – SC Magdeburg.
Pick Szeged/Veszprém – Kielce.
Leikdagar 10. og 11. maí / 17. og 18. maí.

Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fer fram í Köln 17. og 18. júní.

Gísli Þorgeir á meðal markahæstu

Gísli Þorgeir Kristjánsson er í sjötta sæti á lista yfir markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar að riðlakeppninni lokinni. Tíu markahæstu leikmenn eru:

Aleks Vlah, Celje, 88.
Arkadiusz Moryto, Kielce, 83.
Kamil Syprzak, PSG, 83.
Timur Dibirov, PPD Zagreb, 78.
Emil Madsen, GOG, 77.
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg, 74.
Dika Mem, Barcelona, 74.
Simon Pytlick, GOG, 74.
Andrii Akimenko, Dinamo, 70.
Elihim Prandi, PSG, 70.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -