- Auglýsing -
- Auglýsing -

Magnaður endasprettur Víkings tryggði tvö sæt stig

Arna Þyrí Ólafsdóttir, í leik með Víkingi á síðasta tímabili. Mynd/Finnbogi Magnússon
- Auglýsing -

Magnaður endasprettur Víkinga tryggði liðinu níu marka sigur á Fjölni-Fylki í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í kvöld í Víkinni. Víkingsliðið skoraði tíu mörk gegn einu á síðustu tíu mínútum leiksins og er þar með komið með sex stig í sjöunda sæti deildarinnar.


Staðan var jöfn í hálfleik, 11:11. Þetta er fyrsti sigur liðsins eftir að Sigfús Páll Sigfússon tók við liðinu og segir á Facebook-síðu Víkinga að glöggt megi sjá að Sigfús Páll hafi þegar sett sitt mark á liðið.
Leikurinn var í járnum í 50 mínútur en eftir að Víkingur komust tveimur mörkum yfir, 22:20, var um einstefnu að ræða. Varnarleikur liðsins var framúrskarandi. Emelía Dögg Sigmarsdóttir og Svana Björg Birgisdóttir fóru á kostum í markinu en þær skiptu leiknum með sér.


Mörk Víkings: Arna Þyrí Ólafsdóttir 8, Auður Brynja Sölvadóttir 6, Ester Inga Guðmundsdóttir 3, Sigurlaug Jónsdóttir 3, Steinunn Birta Haraldsdóttir 3, Alana Elín Steinarsdóttir Frank 3, Victoria McDonald 2, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 2.
Mörk Fjölnis-Fylkis: Anna Karen Jónsdóttir 7, Ada Kozicka 6, Ósk Hind Ómarsdóttir 3, Azra Cosic 2, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 2, Sara Björg Davíðsdóttir 1.

Nánar hægt að lesa um leikinn á Facebook-síðu Víkings.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -