- Auglýsing -

Magnaður leikur de Vargas tryggði meisturunum sigur

Gonzalo Perez de Vargas var frábær í marki Barcelona í síðari hálfleik í kvöld. Mynd/EPA

Evrópumeistarar Barcelona sýndu styrk sínn síðasta stundarfjórðunginn í viðureign sinni á heimavelli í kvöld gegn danska liðinu Aalborg Håndbold. Spænski landsliðsmarkvörðurinn Gonzalo Perez de Vargas fór hamförum á lokakaflanum og varði m.a. þrjú vítaköst var með 55% markvörslu þegar upp var staðið, 12 skot af 22. Barcelona vann með sex marka mun, 32:26.

Fjögur hjá Aroni

Aron Pálmarsson kom Aalborg yfir á gamla heimavellinum, 23:22, þegar 17 mínútur voru til leiksloka. Upp úr því skildu leiðir liðanna. Þetta var eitt fjögurra marka Arons í leiknum.
Barcelona er þar með áfram efst í B-riðli með 17 stig eftir níu leiki. Aalborg er í fimmta sæti eins og sjá má á stöðunni neðst í þessari grein.


Aalborg var marki yfir í hálfleik, 16:15.

Hampus Wanne leikmaður Barcelona á auðum sjó gegn landa sínum, Mikael Aggefors, í marki Aalborg í Barcelona í kvöld. Mynd/EPA


Frakkinn Dika Mem skoraði níu mörk fyrir Barcelona og var markahæstur. Hampus Wanne var næstur með sex mörk og Timothey N’Guessan skoraði fimm sinnum.


Felix Claar var markahæstur hjá Aalborg með sex mörk. Mads Hangaard skoraði fimm mörk og Mikkel Hansen og Aron 4 mörk hvor.

Töpuðu án Viktors Gísla og Pesic

Án Viktors Gísla Hallgrímssonar tapaði Nantes fyrir Kiel í viðureign liðanna í Kiel í kvöd, 37:33. Ekki er nóg með að Viktor Gísli er frá keppni vegna meiðsla þá er króatíski landsliðsmarkvörðurinn, Ivan Pesic, einnig á sjúkralista franska liðsins og hefur verið um nokkurt skeið.

Bjarki Már skoraði eitt mark

Í A-riðli vann Veszprém sem Bjarki Már Elísson leikur með öruggan sigur á pólska liðinu Wisla Plock með tíu marka marka mun á heimavelli, 32:22, eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik, 17:9. Veszprém er í öðru sæti einu stigi á eftir PSG með 15 stig eftir níu leiki.


Bjarki Már skoraði eitt mark í kvöld. Petar Nenadic var markahæstur hjá ungverska liðinu með níu mörk og sænski línumaðurinn Andreas Nilsson var næstur með fimm mörk. Sergei Kosorotov, sem verður leikmaður Veszprém á næstu leiktíð, var markahæstur hjá Wisla Plock með sjö mörk.


Í hinum leik kvöldsins í A-riðli skildu Dinamo Búkarest og PPD Zagreb jöfn, 27:27, í Búkarest.


Úrslit leikja í A-riðli í 9. umferð:
Veszprém – Wisla Plock 32:22.
Dinamo Búkarest – PPD Zagreb 27:27.
SC Magdeburg – GOG 36:34.
Porto – PSG 33:35.

Staðan:

PSG9801324 – 28516
Veszprém9711290 – 26215
Magdeburg9522295 – 27812
D.Búkarest9423273 – 27210
GOG9315297 – 3027
PPD Zagreb9225250 – 2696
Wisla Plock9216245 – 2685
Porto9018257 – 2951


Úrslit leikja í B-riðli í 9. umferð:
Barcelona – Aalborg 32:26.
Kiel – Nantes 37:33.
Szeged – Kielce 28:31.
Celje – Elverum 29:26.

Staðan:

Barcelona9810312 – 25817
Kielce9801303 – 27716
Nantes9603314 – 28512
THW Kiel9324300 – 2968
Aalborg9315293 – 2937
Pick Szeged9306276 – 2916
Celje9207267 – 3074
Elverum9108250 – 3082

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -