- Auglýsing -
Magnús Öder Einarsson, sem um árabil hefur leikið með Selfossi, hefur fengið félagaskipti yfir í raðir Fram, eftir því sem fram kemur á félagaskiptasíðu Handknattleikssambands Íslands. Magnús hefur verið mikið frá keppni á leiðtíðinni vegna meiðsla en virðst hafa náð sér á strik og er klár í slaginn með Fram þegar keppni hefst á ný í Olísdeild karla í vikunni.
- Markvörðurinn Sunneva Einarsdóttir hefur ákveðið að hlaupa undir bagga hjá Fram og fengið skipti frá HK þar sem hún var síðast.
- Fleiri félagaskipti hafa verið samþykkt á síðustu dögunum. Auk þess sem að framan er getið eru þessi þau helstu:
- Ólöf Marín Hlynsdóttir til KA/Þórs frá Aftureldingu, að láni út maí.
- Jón Hjálmarsson, Bjarki Garðarsson og Gísli Jörgen Gíslason hafa skipt úr Víkingi yfir til venslafélagsins Berserkja.
- Margrét Björg Castillo hefur fengið heimild til þess að leika með Aftureldingu til loka maí sem lánsmaður frá Fram.
- Gunnar Valdimar Johnsen hefur verið lánaður frá ÍR til Víkings til 1. maí.
- Guðrún Maryam Rayadh hefur einnig fengið tímabundin skipti til Víkings frá ÍR.
- Þórhildur Vala Kjartansdóttir hefur verið lánuð til ÍR frá Aftureldingar til loka maí.
- Hreiðar Levy Guðmundson er ný orðinn liðsmaður Vals eftir mánaðarlán til Hauka.
- Óðinn Þór Ríkharðsson er kominn til KA á ný eftir veru hjá Gummersbach hluta desembermánaðar.
- Guðmundur Bragi Ástþórsson er mættur til leiks hjá Haukum eftir að hafa leikið með Afturelding frá því í september og fram til áramóta.
Nánar má skoða félagaskipti á heimasíðu HSÍ.
- Auglýsing -