Magnús Öder Einarsson leikmaður Fram var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ. Magnús fékk beint rautt spjald eftir nokkurra mínútur í úrslitaleik Fram og Stjörnunnar í Poweradebikarnum á laugardaginn. Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi á morgun, fimmtudag. Þar af leiðandi verður Magnús gjaldgengur með Fram í kvöld gegn Val í viðureign liðanna í 19. umferð Olísdeildar.
Magnús tekur út leikbann þegar Fram sækir HK heim í 20. umferð Olísdeildar á laugardaginn.
Ívar Logi Styrmisson, sem einnig var sýnt rauða spjaldið í úrslitaleik Poweradebikarsins, slapp með skrekkinn og var ekki úrskurðaður í leikbann. Í úrskurði aganefndar er athygli Ívars Loga vakin á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota.