-Auglýsing-

Málskotsnefnd gerð afturreka með erindi

- Auglýsing -

Hin nýja málskotsnefnd HSÍ var gerð afturreka með erindi sem hún lagði inn til aganefndar HSÍ á dögunum vegna þess að erindið barst of seint, segir í úrskurði aganefndar HSÍ í dag. Sex sólarhringar liðu frá leikbroti og þangað til nefndin sendi frá sér erindi til aganefndar. Að hámarki mega líða fimm sólarhringar frá leikbroti og þangað til erindi berst frá málskotsnefnd til aganefndar.


Erindi málskotsnefndar varðaði leikbrot Ívars Loga Styrmissonar leikmanns Fram í leik liðsins gegn Aftureldingu í Olísdeild karla 2. október sl. Erindi frá málskotsnefnd til aganendar barst ekki fyrr en 8. október, sólarhring of seint.

Ljóst er samkvæmt þessu að málskotsnefnd verður annað hvort að vera betur með á nótunum eða kynna sér reglugerð þá sem hún vinnur eftir.

Reglugerðin er skýr

„Í 2. mgr. 1. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er skýrt kveðið á um að málskoti frá málskotsnefnd HSÍ „ [skuli] beint til aganefndar innan 5 daga frá því að meint alvarlegt agabrot bar við, og skulu almennir frídagar ekki taldir með“. Leikurinn, þar sem umrætt atvik átti sér stað í, fór fram 2. október sl., en málskotið barst til aganefndar þann 8. október sl., eða 6 dögum eftir að atvikið átti sér stað. Á þeim dögum sem um ræðir voru engir almennir frídagar, sem réttlæt geta að erindið barst aganefnd ekki innan þeirra 5 daga sem áskilið er í reglugerðinni enda teljast helgar ekki almennir frídagar í skilningi þess hugtaks í lögum, kjarasamningum og víðar, sbr. m.a. lög nr. 39/1966 um almennan frídag 1. maí. Málskotið er því of seint fram komið og aganefnd óheimilt að taka afstöðu til erindisins,“ segir m.a. í úrskurði aganefndar HSÍ.

Aganefnd HSÍ | Úrskurður 14.10. ’25

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -