Eins og oft áður hefur verið líflegt á leikmannamarkaðnum kvennaflokki í sumar. Ekki aðeins hafa átt sér stað skipti á milli félaga innanlands heldur hefur hópur handknattleikskvenna flust til landsins frá Evrópu. Hér að neðan má finna lista sem handbolti.is hefur tekið saman yfir helstu hreyfingar milli liðanna í Olísdeild kvenna sem hafa komið fram í tilkynningum félaganna. Eins er þar að finna þær sem fluttu heim í sumar.
Ekki er víst að öll neðangreind félagsskipti hafi hlotið blessun Handknattleikssambandsins enn sem er komið enda er alltaf eitthvað um að ekki sé gengið frá félagsskiptum fyrr en á elleftu stundu áður en flautað er til leiks á Íslandsmótinu.
Listinn verður uppfærður jafnt og þétt næstu daga og vikur eftir því sem fleiri félagsskipti verða opinberuð.
Birna Berg Haraldsdóttir til ÍBV frá Neckarsulmer
Eva Björk Davíðsdóttir til Stjörnunnar frá Skuru
Karólina Bæhrenz Lárudóttir tók fram skóna og gekk til liðs við Fram
Rut Arnfjörð Jónsdóttir fór til KA/Þórs frá Esbjerg
Mariam Eradze til Vals frá Toulon
Helena Rut Örvarsdóttir til Stjörnunnar frá SönderjyskE
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir til ÍBV frá frá Bourg-de-Péage Drôme Handball
Þóra María Sigurjónsdóttir til HK frá Aftureldingu
Saga Sif Gísladóttir til Vals frá Haukum
Þórey Anna Ásgeirsdóttir til Vals frá Stjörnunni
Hulda Dís Þrastardóttir til Vals frá Selfossi
Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fram frá Haukum
Heiðrún Dís Magnúsdóttir til Stjörnunnar frá Fram
Anna Karen Hansdóttir til Stjörnunnar frá Horsen
Liisa Bergdís Arnarsdóttir til Stjörnunnar frá Kongsvinger
Katla María Magnúsdóttir til Stjörnunnar frá Selfossi
Hildur Guðjónsdóttir til FH frá Stjörnunni, að láni
Írena Björk Ómarsdóttir til FH frá Stjörnunni
Zandra Jarvin til FH frá Spårvagen í Svíþjóð
Guðrún Jenný Sigurðardóttir til Hauka frá Fjölni
Karen Birna Aradóttir til Hauka frá Fjölni
Ólöf María Stefánsdóttir til ÍBV frá Val
Alexandra Líf Arnarsdóttir til HK frá Haukum
Ólöf Ásta Arnþórsdóttir til HK frá Stjörnunni
Anna Brynja Hedin til Fjölnis/Fylkis frá ÍR
Anna Karen Jónsdóttir til Fjölnis/Fylkir frá Fjellhamer
Ada Kozicka til Fjölnis/Fylkis frá HK
Oddný Björg Stefánsdóttir til Fjölnis/Fylkis frá ÍR
Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón F. Björnsson tóku við þjálfun kvennaliðs Stjörnunar
Gunnar Gunnarsson tók við þjálfun kvennaliðs Hauka af Árna Stefáni Guðjónssyni
Andri Snær Stefánsson tók við þjálfun kvennaliðs KA/Þórs af Gunnari Líndal Sigurðssyni
Ágúst Þór Jóhannsson hætti sem þjálfari færeyska kvennalandsliðsins
Hlynur Morthens hætti sem markvarðaþjálfari færeyska kvennalandsliðsins
Kári Garðarsson tók við þjálfun kvennaliðs Gróttu.
- sendið athugasemdir á [email protected]