- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Margt gekk mjög vel hjá okkur

Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

„Haukar eru þéttir og með frábært lið. Héðan frá Ásvöllum fara ekki mörg lið með tvö stig. Sú staðreynd gerir sigurinn enn sætari,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, glaður í bragði eftir að lið hans lagði Haukar, 30:28, í 3. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í gærkvöld.


Patrekur segir sigurinn enn sætari í ljósi þess að fyrirliðinn önnur kjölfestan í varnarleik Stjörnunnar, Tandri Már Konráðsson, meiddist, daginn fyrir viðureignina. Þar með voru báðir burðarásar varnarleiksins úr leik en Brynjar Hólm Grétarsson hefur ekki enn leikið vegna meiðsla.

„Margt gekk mjög vel upp hjá okkur. Hrannar og Sverrir Eyjólfssynir bundu saman vörnin, Hrannar var frábær í sókninni í stað Tandra, Hafþór var mjög góður og eins Björgvin. Dagur kom vel inn í leikkerfin með hlaupum inn á miðjuna. Margt gekk mjög vel upp hjá okkur,“ sagði Patrekur.


Eitt lykilatriðið á bak við sigurinn að mati Patreks var að Stjörnuliðinu tókst að loka vel fyrir möguleika Hauka á mörkum eftir hraðauppahlaup og seinni bylgjuna.

„Menn voru duglegir að hlaupa til baka og draga þannig úr möguleikum Haukanna en hröðu upphlaupin eru eitt skæðasta vopn þeirra,“ sagði Patrekur og nefndi að í leik á dögunum hefðu Haukar skorað 15 mörk eftir hraðaupphlaup eða seinni bylgju.


„Sigurinn í kvöld veitir okkur sjálfstraust. Við gleðjumst í kvöld en höfum bara í huga að þetta er tvö frábær stig á mjög erfiðum útivelli. Löng leið er fyrir höndum,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í samtali við handbolta.is í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -