- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mark Hauks skipti sköpum – firn urðu í Veszprém

Leikmenn Vardar fagna sigri eftir kappleik. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Íslendingarnir Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson fögnuðu sigri með samherjum sínum í Vive Kielce í kvöld er þeir sóttu Motor Zaporozhye heim í þriðju umferð Meistaradeildar karla í handknattleik, 26:25, í hörkuleik í Zaporozhye í Úkraínu. Roland Eradze er aðstoðarþjálfari úkraínsku meistaranna.


Sigvaldi Björn skoraði þrjú mörk í sex skotum og Haukur skoraði eitt mark. Hans fyrsta mark í keppninni á þessari leiktíð og segja má að það hafi riðið baggamuninn fyrir Kielce-liðið þegar upp var staðið.


Igor Karacic, Nicolas Tournat, Alex Dujshebaev og Dylan Nahi skoruðu fjögur mörk hver fyrir Kielce. Aidenas Malasinkas skoraði níu mörk fyrir Motor.

Kristian Björnsen skorar eitt sex marka sinn fyrir Aalborg í Skopje í kvöld. Mynd/EPA


Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold beið ósigur í heimsókn sinni til til Vardar í Skopje í Norður Makedóníu, 30:28. Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg vegna meiðsla sem hafa haldið honum frá keppni síðustu tvær vikur. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg.


Olivier Nyokas skoraði sjö mörk fyrir Vardar-liðið sem lék fyrir framan fjölmennan hóp áhorfenda í rífandi góðri stemningi. Timor Dibirov var næstur með sex mörk. Norðmaðurinn Kristian Björnsen var atkvæðamestur hjá Aalborg með sex en Svíarnir Lukas Sandell og Felix Claar voru næstir með fimm mörk hvor.

Daninn Rasmus Lauge er farinn að leika á ný með Veszprém. Hér hann í hrömmum Frakkans Ludovic Fabregas leikmanns Barcelona í leik liðanna í kvöld. Mynd/EPA


Þau firn áttu sér stað í Ungverjalandi að Evrópumeistarar Barcelona töpuðu í fyrsta sinn leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í rúm tvö ár í kvöld þegar liðið sótti Veszprém heim, lokatölur 29:28. Markvörður Veszprém, Rodrigo Corrales, sá til þess að Evrópumeistararnir fara tómhentir heim. Hann varði síðasta skot leiksins frá Dika Mem, beint úr aukakasti eins og sjá má hér fyrir neðan. Corrales átti stórleik og varði alls 19 skot.


Casper Marguc skoraði átta mörk fyrir Veszprém og Petar Nenadic sex mörk. Melvyn Richardson og Haniel Vincius Langaro Inoue skoruðu fimm mörk hvor yfir Barcelona.

Staðan í A og B-riðlum Meistaradeildarinnar:

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -