- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Markahæst í deildinni í fjórða sinn – samherjarnir eiga hlut að máli

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 9 mörk í kvöld. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

„Þetta er fyrst og fremst gaman en maður nær ekki svona áfanga nema að vera í góðu liði. Það þarf að leika mann uppi. Samherjarnir eiga sinn þátt í þessu með mér,“ sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir liðsmaður bikar- og deildarmeistara ÍBV sem er markahæsti leikmaður Olísdeildar kvenna á þessu keppnistímabili.

Hanna skoraði 167 mörk, átta fleiri en Katla María Magnúsdóttir leikmaður Selfoss. Þar á eftir er Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum, með 136 mörk. Helena Rut Örvarsdóttir úr Stjörnunni varð í fjórða sæti. Hún skoraði 129 mörk, ekkert þeirra úr vítakasti, ólíkt þremur efstu.

Í fyrsta sinn í sex ár

Þetta er í fjórða sinn sem Hanna verður markadrottning Olísdeildar. Hún varð markahæst þrjú ár í röð, 2015, 2016 og 2017 með uppeldisfélagi sínu, Selfossi.

Hanna hefur sótt jafnt og þétt í sig veðrið á keppnistímabilinu og hefur hreinlega verið óstöðvandi síðustu vikurnar en meiðsli fyrir tveimur árum settu strik í reikninginn.

Persónulegur sigur

„Ég er að finna mig sjálfa aftur inni á vellinum. Það er virkilega gaman og mikill persónulegur sigur eftir öll mín meiðsli að vera komin á þann stað sem ég á um þessar mundir. Tímabilið hefur verið ótrúlega skemmtilegt tímabil hjá okkur til þessa en sá stóri er eftir. ÍBV-liðið er mjög skemmtilegt lið skipað mjög samhentum leikmönnum. Við höldum hverri annarri á tánum. Það hefur skilað sér inni á vellinum,“ sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir þegar handbolti.is hitti hana að máli í dag.

Hér fyrir neðan er listi með þeim sem skoruðu 50 mörk eða fleiri í Olísdeild kvenna á leiktíðinni.

Nafnfélagmörk
Hrafnhildur Hanna ÞrastardóttirÍBV167
Katla María MagnúsdóttirSelfossi159
Elín Klara ÞorkelsdóttirHaukum136
Helena Rut ÖrvarsdóttirStjörnunni129
Þórey Anna ÁsgeirsdóttirVal117
Lena Margrét ValdimarsdóttirStjörnunni109
Perla Ruth AlbertsdóttirFram104
Sunna JónsdóttirÍBV100
Steinunn BjörnsdóttirFram100
Thea Imani SturludóttirVal98
Nathalia Sores BalianaKA/Þór95
Eva Björk DavíðsdóttirStjörnunni94
Mariam EradzeVal91
Roberta StropéSelfossi89
Embla SteindórsdóttirHK88
Birna Berg HaraldsdóttirÍBV87
Rut Arnfjörð JónsdóttirKA/Þór81
Þórey Rósa StefánsdóttirFram77
Ragnheiður RagnarsdóttirHaukum72
Lydía GunnþórsdóttirKA/Þór64
Natasja HammerHaukum64
Kristrún SteinþórsdóttirFram62
Lilja ÁgústsdóttirVal60
Rakel GuðjónsdóttirSelfossi60
Elísa ElísdóttirÍBV59
Anna Karen HansdóttirStjörnunni58
Elísabet GunnarsdóttirStjörnunni58
Elín Rósa MagnúsdóttirVal56
Berglind BenediktsdóttirHaukum53
Hildur Lilja JónsdóttirKA/Þór51
Inga Dís JóhannsdóttirHK51


Markahæstar í Olísdeild kvenna 2021/2022.

Markahæstar í Olísdeild kvenna 2020/2021.

Kapphlaupið um………

Lokastaðan í Olsdeild kvenna 2022/2023.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -