- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Markahæstur þrátt fyrir helmings fækkun

Bjarki Már Elísson, Lemgo. Mynd/GWD Minden
- Auglýsing -

Eftir að hafa skoraði 16 mörk í kappleik um miðja vikuna lét Bjarki Már Elísson sér nægja að skora átt mörk í kvöld þegar lið hans, Lemgo, vann Erlangen á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 28:24. Engu að síður var Bjarki Már markahæstur í sínu liði. Sjö marka sinna skoraði Bjarki Már úr vítaköstum hvar hann var með fullkomna nýtingu. Lemgo færðist upp í sjöunda sæti deildarinnar með þessu sigri.


Janus Daði Smárason og félagar í Göppingen eru í fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar. Þeir gerðu jafntefli á útivelli við Wetzlar, 28:28. Janus Daði skoraði eitt mark í tveimur tilraunum. Hann var harður í horn að taka í vörninni og var fyrir vikið vísað í tvígang af leikvelli.


Daníel Þór Ingason og samherjar í Balingen-Weilstetten unnu kærkominn sigur Hannover-Burgdorf, 28:26. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf-liðsins. Daníel Þór skoraði eitt mark og var einu sinni vísað af leikvelli.


Loks unnu nýliðar Lübbecke liðsmenn GWD Minden, 23:18, í grannaslag sem fram fór í Minden.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -