- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Markmannsbúðir í Króatíu: Íslensk ungmenni æfðu undir stjórn Viktors Gísla

Andri Árnason 13 ára markvörður úr Stjörnunni með tveimur leiðbeinendum á markmannsnámskeiðinu í Króatíu. Mynd/aðsend
- Auglýsing -

Síðustu viku hafa staðið yfir markmannsbúðir í Omis í Króatíu fyrir unga og efnilega markmenn. Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður íslenska landsliðsins hefur verið einn af leiðbeinendum búðanna. Stór nöfn í markmannsheiminum hafa mætt á staðinn, leiðbeint og stappað stálinu í ungu markmennina en Andreas Wolff mætti í fyrra en komst ekki í ár vegna undirbúnings fyrir þátttöku þýska landsliðsins á Ólympíuleikunum í París.

Æft við bestu aðstæður

Íslendingar áttu auk Viktors Gísla tvo fulltrúa í búðunum en þau eru Elísabet Millý Elíasardóttir, sem nýverið skipti yfir í Val frá Stjörnunni, og Andri Árnason úr Stjörnunni. Þau mættu og æfðu með þeim bestu.

Æfingar sem þessar eru gríðarlega mikilvægur þáttur í þróun markvarðarstöðunnar. Króatar hafa gert vel með þessum búðum en Dino Spiranec markmannsþjálfari SC Magdeburg er einn aðalþjálfari búðanna. Einnig koma að námskeiðinu aðrir markmannsþjálfarar svo sem úr þýsku bundesliga liðunum og landsliðum Evrópu.

F.v.: Elías Már Erlendsson pabbi Millýjar, Jenný Fjóla Ólafsdóttir unnusta Viktors Gísla, Elísabet Millý Elíasardóttir, Viktor Gísli Hallgrímsson, Andri Árnason, Harpa Vífilsdóttir, mamma Andra. Mynd/Aðsend

Kjörið tækifæri fyrir unga markverði

Alls voru 98 markmenn að æfa saman þessa vikuna. Auk handboltaæfinga var styrktarþjálfun, fyrirlestrar og einn eftirmiðdag var farið í riverrafting. Þarna er komið kjörið tækifæri til að máta sig við aðra markmenn í Evrópu og læra að kynnast annarri menningu. Á næsta ári er fimmtánda ár búðanna og er gert ráð fyrir að lagt verði meira í vikuna. Andri var með þeim yngstu en hann fæddist 2011. Millý er fædd 2006 en flestir þátttakendur eru á þeim aldri.

Er hæst ánægð

Millý var hæstánægð með vikuna: „Ég er að koma í annað sinn og tek með mér heim fulla ferðatösku af nýjum og spennandi æfingum sem munu klárlega nýtast mér og mínum æfingafélögum næsta vetur. Ég hef einnig kynnst frábæru fólki frá öðrum löndum sem eru í dag orðnir vinir mínir. Ég ætla klárlega að mæta aftur að ári.”

HSÍ hefur staðið fyrir vikulegri markmannsþjálfun ungra markmanna en Gísli og Jói í keeper.is hafa staðið vaktina þar. Einnig eru íslensku liðin eitt af öðru að ráða til sín markmannsþjálfara og er gaman að sjá þá þróun.

Fyrir frekari upplýsingar tengdar búðunum og skráningu fyrir næsta ár er bent á heimasíðu búðanna: https://handballgoalkeeper.com en einnig má hafa samband við foreldra Millýjar og Andra, Elías Má Erlendsson og Hörpu Vífilsdóttur en þau vörðu vikunni með markvörðunum sínum og líkaði vel.

https://www.facebook.com/InternationalHandballGoalkeeperCampSplit

  • Tekið skal fram að þetta er ekki kostað efni.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -