- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Markstöngin bjargaði báðum stigunum

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Markstöngin tryggði Selfossi bæði stigin gegn ÍBV í viðureign liðanna í Olísdeild karla í handknattleik í Set-höllinni á Selfossi í dag, 32:31. Ásgeir Snær Vignisson átti þess kost að jafna metin á síðustu sekúndu en skot hans fór í stöngina á marki Selfoss rétt áður en leiktíminn var úti. Þar með var Selfoss fyrst liða til þess að vinna ÍBV í Olísdeildinni á þessu ári.


Með sigrinum færðist Selfossliðið upp í fimmta sæti deildarinnar með 24 stig eftir 20 leiki. ÍBV er enn í þriðja sæti með 27 stig. FH getur farið upp fyrir ÍBV í kvöld takist Hafnarfjarðarliðinu að vinna Fram í Safamýri í lokaleik 20. umferðar Olísdeildar. Flautað verður til leiks klukkan 18.30.


Selfoss var með yfirhöndina frá upphafi í dag. Eyjamenn voru lengi skrefi á eftir. Þriggja marka munur var að loknum fyrri hálfleik, 18:15. ÍBV tókst af harðfylgi að jafna metin, 27:27, með fjórum mörkum í röð þegar á leið síðari hálfleiks. Nær komust þeir ekki þótt litlu hafi munað á síðustu sekúndum.


Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 7, Einar Sverrisson 7/1, Ragnar Jóhannsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 5, Hergeir Grímsson 4, Richard Sæþór Sigurðsson 2, Guðmundur Hólmar Helgason 1, Alexander Már Egan 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 13, 31%.

Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 8/4, Kári Kristján Kristjánsson 5, Dagur Arnarsson 4, Ásgeir Snær Vignisson 4, Gabríel Martinez Róbertsson 4, Theodór Sigurbjörnsson 2, Rúnar Kárason 2, Nökkvi Snær Óðinsson 1, Arnór Viðarsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 10, 23,8% – Björn Viðar Björnsson 1, 100%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.


Stöðu og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -