- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Markvarðapar Þórs hefur skrifað undir nýja samninga

Kristján Páll Steinsson markvörður Þórs t.h. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net
- Auglýsing -

Kristján Páll Steinsson og Steinar Ingi Árnason markverðir handknattleiksliðs Þórs á Akureyri skrifuðu sama daginn undir nýja samninga við félagið. Þeir standa þar með áfram vaktina í marki liðsins í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð. Þór varð naumlega af flutningi upp í Olísdeildina í vor eftir tap í oddaleik fyrir Fjölni í umspili Olísdeildar karla.

Kristján Páll var aðalmarkvörður Þórs á síðasta tímabili. Ef eitthvað er að marka tölfræði samantekt HBStatatz frá Grill 66-deildinni varði Kristján Páll að jafnaði 9,4 skot í leik í Grill 66-deildinni á síðasta tímabili. Hann var með allra bestu leikmönnum Þórs í umspili og lokaði markinu hvað eftir annað, bæði í undanúrslitaviðureignunum við Hörð og í úrslitaleikjunum gegn Fjölni.

Þórsarar ætla að gera aðra atlögu að sæti í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Þeir hafa fengið liðsauka í Hafþóri Má Vignissyni og Oddi Gretarssyni. Ekki er talið útilokað að fleiri bætist í hópinn á næstunni.

Nýjustu fréttir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -