Þyri Erla Sigurðardóttir, markvörður, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Víking. Hún kemur til félagsins frá Fjölni og á m.a. að fylla skarðið sem Signý Pála Pálsdóttir skildi eftir sig. Signý Pála gekk til liðs við Fjölni í vor og því má segja að skipti á markvörðum hafi átti sér stað.
„Ég er mjög spennt að ganga til liðs við Víking,“ segir Þyri Erla í tilkynnningu Víkings í dag. „Félagið er með metnaðarfulla framtíðarsýn og það heillaði mig hversu skýrt markmið liðsins er – að byggja upp öflugt og samkeppnishæft lið. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum innan og utan vallar.”
„Þyri kemur inn með dýrmæta reynslu og yfirvegun sem við höfum verið að leita eftir í markmannsstöðuna. Hún bætir styrk og breidd í hópinn og verður mikilvægur hlekkur í okkar leikskipulagi,“ er haft eftir Sebastian Alexanderssyni þjálfara Víkings í áðurnefndri tilkynningu.
Konur – helstu félagaskipti 2025