- Auglýsing -
Erla Rós Sigmarsdóttir, markvörður, og handknattleiksdeild ÍBV hafa náð samkomulagi um að hún snúi í heimahagana á nýja leik og verður með ÍBV á næsta keppnistímabili. Hún hefur skrifað undir eins árs samning þar að lútandi.
Erla Rós gekk til liðs við Fram árið 2018 en hefur ekkert leikið með Safamýrarliðinu á yfirstandi keppnistímabili vegna fæðingarorlofs.
Erlu Rós lék upp alla yngri flokka með ÍBV og svo með meistaraflokki félagsins við góðan orðstír. Hún var með yngri landsliðum Íslands á sínum tíma og var einnig valin í A-landsliðhópinn.
- Auglýsing -